Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 9. maí 2013

Flakk á okkur

Þeir eru duglegir að vaska upp, Auðunn og Dúddi
Þeir eru duglegir að vaska upp, Auðunn og Dúddi
« 1 af 8 »
Það er nú ekki hægt að segja að það séu einhver rolegheit og leti hér í gangi þessa dagana eins og hitinn er líka orðin, hann ríkur upp í um 30 gr. á hverjum degi þegar heitast er, svo að maður verður bara að flýja inní hús. Það er heitara hér inni í landi hjá okkur en niður við strönd.
Við fórum í síðustu viku í heimsókn til Bertu og Auðunns í Gmla húsið og fengum þar dýrindis mat og gistum þar eina nótt voða gaman að gista þar hjá einhverjum og vera ekki að vinna neitt í húsinu bara slappa af.
Það var svo farið í minigolf daginn eftir og ég varð í öðru sæti, deginum áður var ég í fyrsta sæti en þá vorum við þrjár um það svo ég var ekki með besta skorið (hvað sem það nú er) svo ég fékk ekki vínflöskuna. En eins og ég hef sagt hér frá áður förum við í minigolf með íslendingum á fimmtudögum í Quesada og svo á sundlaugarbarnum i Mimosa á föstudögum, sleppum þessu ekki ef hjá því verður komist, enda hefur manni farið mikið fram, ja svo er maður náttúrulega mis upplagður.
Svo nú á þriðjudaginn brunuðum við til Benidorm Guðmundur Einars. var búinn að bjóða okkur í 70 ára afmælið sitt. Við pöntuðum okkur hótelherbergi eina nótt, á hóteli rétt hjá þeim, alveg niður við strönd, mjög snyrtilegt og fínt hótel ekki með mörgum herbergjum. Svo var okkur boðið í kampavín á Hótel Balí þar sem þau gistu og þaðan var svo farið á voða flottan matsölustað, þar sem Guðmundur var búin að panta ekta spænskan mat. Það voru 6 forréttir allavega tapas og svo kom nautasteik á eftir öllu þessu og svo auðvitað gott rauðvín með og svo gat maður valið úr 5 eftirréttum. Þetta var alveg svakalega góður matur  og skemmtilegt fólk með okkur. Daginn eftir vorum við bara hress og löbbuðum alveg til enda á göngugötunni á Benidorm og var ég að skoða hvar ég var árið 1983 í sólbaði. Það hefur nú mikið breyst en samt voru ennþá sömu staðirnir og þegar ég var þar t.d. Burger king svo komum við heim seinnipartinn í gær.
Og svo er aftur verið að rjúka af stað nú er Dúddi að fara að hjálpa Adda og svo förum við í svona stúss á eftir.
Alltaf nóg að gera hjá okkur og timinn líður hratt og við verðum komin heim áður en við vitum af.
Dúddi tíndi fullt af Nísperum og við bjuggum til hlaup það er bara ansi gott, hann gaf vini sínum Fermín eina krukku og kom þá með 5 brokkolíhausa í staðinn svo nú verð ég að fara að borða fullt af því sem er nú bara hollt og gott.
Eigið góða daga, heyri að sumarið er að koma heima Guð veri með ykkur.