Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 23. september 2010

Frágangur

Svona var veðrið þegar við vorum að ganga frá á Skarðseyri
Svona var veðrið þegar við vorum að ganga frá á Skarðseyri
« 1 af 10 »
Ég er búinn að komast að því að maður á alltof mikið af allavega drasli, sem maður tímir ekki að henda og finnst einhvern veginn að það þurfi að fylgja manni gegnum allt lífið. Samt eru þetta bara dauðir hlutir og margir hverjir gera ekkert gagn, þvælast bara með manni, en ef maður setur þá ofaní kassa og sér þá ekki í þrjú ár, þá er maður búinn að gleyma þeim. Svo lítur maður ofaní einn kassann og sér eitthvað þá kemur, nei, sáðu þetta" ég var búinn að gleyma þessu, en hvað þetta er sætt!!!!! og búmm það fer aftur ofaní kassa og verður þar kannski um ókominn ár. Svo kannski koma börnin eða barnabörnin einhverntímann og segja nei, "átti amma svona en sætt, og fer aftur í kassa eða á haugana. Þetta tekur bara pláss hjá manni sem maður hefur svo aldrei nóg af, undir þetta drasl. Sjáið allar bækurnar sem fólk er í vandræðum með, við eigum líklega 20 kassa bara með bókum!!! hvað á maður að gera við þetta, ég hef engar hillur eins og er líklega lendir þetta allt á haugunum, en ég get bara ekki kastað bókum, það var manni innrætt í gamla daga, ég fæ verki bara við tilhugsunina.
Nú erum við búinn að loka sumarbústaðnum og tók það heilan dag að ganga frá öllu því dóti, það er eins manni finnst gaman að punta með öllu þessu dóti, setja upp rólur, trampolín og annað fyrir börnin að leika sér með, en svo þarf að taka þetta allt saman á haustinn. Ásamt öllu puntinu sem maður sankar að sér og þetta er nú voða fallegt, það er kannski bara söknuður við að pakka þessu saman aftur.
En veður eru oft válind á Skarðeyri svo maður tínir allt saman svo það lendi ekki inní botni Skötufjarðar eða skemmi eitthvað. Veðrið var fínt þegar við vorum að ganga frá sól og logn en kalt og allt gekk þetta nú vel.
Við erum endalaust að ganga frá einhverju því það er langt þangað til við komum aftur heim á Ísó, ef allt gengur upp eins og verið hefur.
Nú erum við að bíða eftir að barnabarnið komi í heiminn, hjá Hrefnu, Ágúst, Sverrir og Sögu Líf og er þetta að verða ansi spennandi.
Það er enn logn hér á Ísafirði eins og er hér flesta daga og nú er líka sól.
Eigið góða haustdaga.