Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 31. október 2007
Frétt um nýja húsið
Nú er búið að festa kaup á húsi, sem er staðsett í húsaröð sem heitir Mundamiento, og er nálægt litlum bæ sem heitir Rafal. Þetta í nálægð við stóran bæ sem heitir Almoradí eða um 20.mín akstur beint inní land frá Gurdamar en þar er strönd. Það er erfitt að segja staðsetinguna nákvæmlega þar sem þetta er út í sveit, en það er verið að byggja þarna út um allt. Við vitum ekki alveg hvað húsið er gamalt en þar er tiltölulega nýuppgert og lítur vel út, heint og þrifalegt. 3 svefnh. nýtt bað, eldhús með öllu, borðstofa og milliherbergi , 21 ferm. patio og annað stórt patio sem er yfirbyggt og er 54 ferm. fínn staður fyrir Dúdda að dunda. Þar er líka svona útieldhús sem Spánverjar nota mikið, spara hitt. Þar voru í eldi 2 kalkúnar en við vitum ekki hvort þeir fylgja með, fín jólasteik. Það fylgja með þessu öll húsgögnin, gamla konan sem átti þetta ætlar bara að taka stóra sjónvarpið sitt með, og fjölskyldumyndirnar. En þarna er enginn garður sem við þurfum að hugsa um, setjum bara tré í stóra potta úti á pallinn.Við vitum ekki hvenær við fáum þetta afhent bara alveg gleymt að spurja. En við erum orðin ansi spent og halkkar til að byrja á þessu öllu.
Við erum enn hjá Helgu og Lilla og höfum þar alveg glimrandi fínt, þó veðrið hefði mátt verða aðeins betra en þar hefur ringt töluvert, en núna er 20 stigia hiti og sól. Við fórum í góðan göntúr í morgun.
Já svo má nú ekki gleyma því að Lilli varð 60 ára 22. okt. og var þá farið fínt út að borða. Hann fékk nýjar gallabuxur í afmælisgjöf en í svoleiðis buxum hefur hann ekki gengið síðan hann var 16. ára. Flottur gæji.
Við erum enn hjá Helgu og Lilla og höfum þar alveg glimrandi fínt, þó veðrið hefði mátt verða aðeins betra en þar hefur ringt töluvert, en núna er 20 stigia hiti og sól. Við fórum í góðan göntúr í morgun.
Já svo má nú ekki gleyma því að Lilli varð 60 ára 22. okt. og var þá farið fínt út að borða. Hann fékk nýjar gallabuxur í afmælisgjöf en í svoleiðis buxum hefur hann ekki gengið síðan hann var 16. ára. Flottur gæji.