١rdÝs Gu­mundsdˇttir | mi­vikudagurinn 24. desemberá2014

Fyrir jˇl og gle­ileg jˇl.

JˇlatrÚ Ý stofu stendur
JˇlatrÚ Ý stofu stendur
« 1 af 11 »
                                                                        GLEÐILEG JÓL

                                                                        FELIZ NAVIDAD


Kæra fjölskylda vinir og ættlingjar við Dúddi óskum ykkur Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári hittumst hress og kát í
vor.


Nú eru jólin að ganga i garð bæði hér og annarsstaðar og er það nú bara gaman og gott, sérstaklega þegar maður hefur einhvern hjá sér sem manni þykir vænt um eins og núna þegar Helga vinkona mín og Lilli hennar eru hér. Auðvitað saknar maður svo allra barnanna og barnabarnanna en við hittum þau hress í vor. Nú er tæknin orðin svo mikil að maður getur talað við þau eins og maður sé bara í stofunni hjá þeim, það er yndislegt.

Það hefur annars verið ansi mikið að gera hér hjá okkur ellismellunum við höfum auðvitað farið að versla út um allt og svo fórum við í skemmtilegan bíltúr einn daginn og heimsóttum lítið þorp sem heitir Sella, þar búa innan við 1000 manns og stendur það í fjallshlíð voða fallegt og er landbúnaðarþorp. Við keyrðum aðalgötuna og þar voru fimm veitingahús og er hvert um sig með mismunandi rétti. Við fórum þar inná eitt sem okkur leist best á og þar voru bornir fyrir okkur fimm réttir, allir svona spænskir eins og þeir geta best verið, alveg svakalega gott allt og vín héðarsins með.
Svo var haldin hér smá veisla fyrir vinina hérna áður en þeir fóru aftur heim til Íslands. Var hún bara vel lukkuð að ég held. Og allir skemmt sér vel eins og vanalega í sveitinni.
Svo fórum við um daginn til Villa Martin og vorum þar um helgi til að halda uppá brúðkaupsafmæli Helgu og Lilla og fórum við á voða fínt Tælenskt veitingahús og borðuðum yndislega mat og þar var dansað smávegis þar sem ágætur söngvari sá um fjörið en ekki var nú margt fólk á staðnum. Vorum við svo bara að flækjast um svæðið fórum á markað og í búðir eins og vanalega.
Við komum svo heim á sunnudegi til að undirbúa skötuveisluna sem var svo haldin hér í gær með góðum vinum og tókst þetta mjög vel Helga bjó til skötustöppu að sinni snilld, Lilli lagði á borðið og við Dúddi snerumst í kring um þau og réttum það sem vantaði mjög góð samvinna hér. Helga frænka, Gummi, Elín Þóra og Jón Gunnars komu svo og borðuðu með okkur ekta þorláksmessu mat, ég var búin að baka rúgbrauð svo allt var fullkomið já og meira segja smá brennivín með.
Í dag aðfangadag ætlum við að fara til Gurdamar fá okkur smá Tapas og ganga um ströndina.
Í kvöld ætlum við að hafa rækjur að hætti spánverja í forrétt, purusteik í aðalrétt og ananasfrómas í eftirrétt. Með þessu verður svo drukkið eðalrauðvín og hvítvín.
Lífið er ljúft hér hjá okkur og sólin skín en hitinn er ekki mikill fer í svona 14-16 gr. á daginn sem er bara voða gott, enginn svitaköst þó maður fari í göngutúr eða hreyfi sig.
Hafið það sem best yfir jól og áramót elskurnar mínir og Guð veri með ykkur.