Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 31. desember 2012

Gamla árið kvatt

Jólatréð á Silfurtorgi eftir mikla snjókomu
Jólatréð á Silfurtorgi eftir mikla snjókomu
« 1 af 20 »
Gleðilegt ár og
farsælt komandi ár


Feliz anos nueve


Nú er gamla árið  nætum liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, vonandi ekki þessir síðustu dagar hér á Ísafirði. Ég bað nú um að það kæmi smá bylur á meðan ég væri stödd á landinu en vildi ekki fá þennan byl akkurat núna. Manni finnst maður vera komin 20 ár aftur í tímann, ég man varla eftir svona mikilli snjókomu eins og þessa daga nema frá árunum 1990 - 95. þá fór állt á kaf á Urðaveginum. En þetta er nú bara gaman að rifja þetta upp og flestir hafa nú bara gott af að fá svona veður, að ég tali nú ekki um þá sem aldrei hafa upplifað þetta. Komast ekki á netið og að fá almennilegt rafmagnsleysi og svoleiðis, bara góð upplifun fyrir unga fólkið sem skildi ekkert í þessu, allavega á þessu heimili.
þetta var bara rómó með öll þessi kertjós.

Við erum nú búin að halda jól á Bifröst með Ágúst og fjölskyldu og var það ánægjulegur tími hjá þeim en stuttur því á jóladag var brunað til Atla Geirs og þar borðuðum við öll saman  hangikjöt og var gaman að vera með öllum börnunum. Á annan í jólum vorum við svo hjá Helenu og stórfjölskyldu og fengum þar stóra veislu að hætti Harry.  Daginn eftir vorum við svo í stórveislu hjá Dísu og Jóni í Kópavoginum og þar mættu þau öll, Gurrý, Dedda og Dúddi ásamt fleirum ættingjum.
Það kvöld fórum við Dúddi upp á Bifröst til að vakna þar snemma næsta morgun til að keyra vestur snemma, því hætta var á að Súðavíkuhlíð myndi teppast. Ágúst og co voru samferða okkur ásamt Sverri Úlf og Nótt Þórunn og höfðum við þá táningana með okkur í bílnum. Við vöknuðum kl. 7 og fórum af stað kl. 8 og mátti það ekki vera mikið seinna því við náðum að vera í Súðavík um kl. 1 en þá var bílalest hleypt í gegn um hlíðina í fylgd með björgunarsveitum við þurftum nú samt að bíða í 40 mín. á miðri hlíðinni þar sem eitt fljóðið kom á meðan við vorum að fara yfir. Við vorum bara heppinn það voru margir sem komu með bátum hingað frá Súðavíkinni. Ég væri þar ennþá ef ég hefði þurft að fara með bát.
Nú er maður bara búin að vera í góðu yfirlæti hér í litlu íbúðinni með Ágúst og fjölkyldu og hefur varla verið farið út úr húsi. Það var rafmagnslaust hér í heilan dag og það þurfti að hlaupa út í búð eftir kertum og fóru þau ansi mörg, maður hefði þurft að fá kertastyrk frá ríkinu.
Þetta er allt að verða gott við ætlum allavega að brjóast uppá Hlíðarveg seinna í dag og halda uppá áramótin í góðra vina hópi sem ekki hefur skeð í 5 ár. og hlökkum við mikið til.

Gleðilegt ár og farsælt komandi ár kæru ættingjar og vinir og megi næsta ár verða ykkur gott og gæfuríkt.
 Eigið gott kvöld og farið varlega með flugeldana.