Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 3. janúar 2010

Gamlárskvöld og fl.

Við Helga að máta hatta á markaðnum
Við Helga að máta hatta á markaðnum
« 1 af 10 »

Gleðilegt ár

Feliz nuevo anos




Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla allir þeir sem hafa kíkt á þessa síðu mína.
Hér hefur verið nóg að gera við að gera ekki neitt, nema að hafa það gott.
Við fórum 28. des í partý til Hörpu og Vishnu, þar var vel boðið í mat og drykk eins og vanalega og var þetta mjög skemmtilegt kvöld með góðum vinum sem hafa haldið jólin saman hér á Spáni í ár. Takk fyrir Harpa og Vishnu fyrir veitingarnar og þið öll takk fyrir skemmtileg kvöld saman.
Svo fórum við í helgarferð  niður í bæ eins og við segjum til að halda áramótin og vorum í húsinu hennar Boggu.
Við tókum heilan dag í að rölta um Torrevieja og annan dag í góðan göngutúr um svæðið. Það var nú alltaf verið að hugsa um hvað við ættum að gera á gamlárskvöld þetta var mikill höfuðverkur hjá okkur, svo margt í boði. Á endanum ákváðum við að fara á kínverskan veitingastað og var það alveg bráðskemmtilegt. Þetta var svona Wok staður þar sem maður eldaði sjálfur eða valdi það sem maður vildi borða og fórum svo með það til kokksins sem var mjög flínkur með pönnuna og spaðann.
Ekki vildi nú betur til þegar ég tók bakföll af hlátri út af einhverju skemmtilegu að bakið brotnaði af stólum sem ég sat á og það fóru allir að hlæja að mér, nokkrir tóku andköf en ég hló eins og bjáni. Ég fékk líka voða fínan stól eftir þetta, engan plastræfil.
Við fengum þessa fínu hatta og drasl til að skreyta sig með, svo fengum við Helga sjal, voða fínt og svo kom þetta svaka fína gull kampavín, sem heitir að vísu Cava hér á Spáni þetta var mjög skemmtilegt kvöld sem endaði eins og annað með mikilli flugeldasýningu klukkan tólf og þá skutu kínverjar, kínverjum.
Við fórum svo í göngutúr á ströndinni í Cabo Roig á nýársdag.
 Á laugardag fórum við svo á markað og komum hingað heim seinnipartinn eftir góða og skemmtilega ferð og mikla tilbreytingu.
En það er best í sveitinni við erum öll sammála um það. Fórum á enn einn markaðinn í morgun og svo á stöndina og nú sit ég hér og reyni að skrifa eitthvað. Lilli fór að slá litlar hvítar kúlur.
Eigið góða og skemmtilega daga.