Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 25. október 2008

Gestakomur

Granateplin 5
Granateplin 5
« 1 af 23 »
Það er orðið langt síðan tími hefur gefist til að skrifa nokkrar línur hér inn. Eins og segir í fyrirsögn hafa verið hér gestakomur bæði frá Íslandi og Danmörk.
Elín Þóra og Jón komu í mat til okkar á meðan Helga og Lilli voru hér, þau fóru heim um miðjan mánuðinn. Einnig var okkur Dúdda boðið í súpupartý til Þuru og Arnars ásamt þeirra vinum það var voða gaman að kynnast nýju fólki, takk fyrir Þura og Örn.
Sissa, Óli Páll, Stefán Atli og Guðrún Þórey hafa verið hér í viku og fóru í gær, til Danmerkur. Þar á undan voru Helga og Lilli hér með annan fótinn á meðan pláss var. Við fórum til Alicante til að reyna að finna þar Nikebúðina sem er svaka stór verksmiðjubúð en hún fannst nú ekki bara önnur á fínum stað í litlu þorpi fyrir utan Alicante en það var gaman að skoða sig þar um og villast í litlu göturnar á tveim bílum og komumst varla áfram vegna framkvæmda líka.
Það var svo líka farið í sólbað þeir sem nenntu en veðrið var bara ekki nógu sólríkt til að fara á ströndina. Svo það var bara legið á þakinu ekkert verra. Stefán Atli varð 18 ára á meðan hann var hér og fórum við á krána í Mudamiento og hann fékk að fara á bar og kaupa sér, nátturúlega í fylgd með fullorðnum. Lilli átti líka afmæli hér en hann þurfti enga fylgd á barinn bauð okkur bara uppá gin og vatn að okkar hætti, takk fyrir Lilli.
Þeir feðgar Óli Páll og Stefán fóru svo einn daginn til Valencia til að skoða þar fótboltavöll og kíka á borgina þetta var góður dagur hjá þeim að ég held. Við sem eftir vorum hér fórum og skoðuðum okkur um í Orihuela bæ sem er hér rétt hjá og fórum upp að klaustrinu sem þar er, þar var gott útsýni yfir bæinn og næsta nágrenni. Fann alveg voða spennandi antikbúð sem ég ætla að skoða betur en við vorum þarna á siesutíma og allt lokað.
Við fórum einnig með Helgu og Lilla áður en Sissa og co komu að heimsækja Línu Halldórs og Adda manninn hennar en þau eru hér núna í sínu húsi, alltaf gaman að sjá hvernig aðrir hafa það hér.
Annars gengur lífið hér í sveitinni vel allt eins og það á að vera, bóndinn kom færandi hendi í gær með 5 granatepli sem ég er nú ekki viss um hvernig á að borða eða gera fínt úr. Við bara skerum þau í tvennt og borðum rauðu kúlurnar sem eru inní þeim, voða gott.
 Það var líka keypt nýtt hjónarúm, það sem fylgdi húsinu var líklega svona um 50 ára gamalt og dýnan svona 30. En þetta er voða gott rúm og mikill munur fyrir fólk á sjötugsaldri,hehe.
Stórfjölskyldan mætir hér reglulega og litlu tvíburarnir eru komnir í skólabúninga bara 3 ára voða sætar.
Dúddi er að þvo og bóna bílinn voða duglegur og ég að skrifa.
Kæru gestir takk fyrir komuna, það er tómlegt hér núna, en lífið hefur sinn vanagang.
Góðir dagar vonandi fyrir okkur öll.