Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 24. desember 2011

Gleðileg jól

Jólatré í stofu stendur
Jólatré í stofu stendur
« 1 af 7 »

Gleðileg jól



Feliz navidad



Kæru ættingjar og vinir og þið sem kíkið á þessa síðu Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Megi það vera ykkur friðsælt og gott og njótið að vera saman og verið góð við hvort annað.



Hér var hörkufjör í gær þegar 16 manns komu hingað í sveitina til okkar í skötuveislu, en Magni bróðir minn sá til þess að við fengjum skötu frá Lionsmönnum á Ísafirði og var hún mjög góð vel kæst og alveg yndisleg lykt sem angaði um húsið og næsta nágrenni. Dúddi sýndi nú Fermín skötuna og fannst honum lyktin ekkert slæm en hann vildi ekki smakka. Allir borðuðu vel og það var líka plokkfiskur fyrir þá sem ekki vildu skötu, og nýbakað rúgbrauð sem var bara alveg þrælgott þótt ég segi sjálf frá. Það voru svo smákökur, súkkulaðikaka og kaffi á eftir.  Það var líka að sjálfsöðu bennivínsstaup með.
Ég var svo áðan að gera ananasfrómasinn sem verður eftirréttur í kvöld og meðan ég var að skera ananasinn skein sólin hér inn um eldhúsgluggan, maður er bara strax farinn að finna að hún er farin að hækka á lofti þó ekki sé nema hænufet á dag.
Í kvöld verðum við svo með fjölskyldu Helgu frænku og Gumma, Palla bróðir hennar og Hörpu og Vishnu við verðum þá þrettán svo okkur leiðist ekki. Það er yndislegt að eiga svona góða ættingja að í útlandinu sem bjóða okkur að vera með sér á þessum tíma þegar enginn vill vera einn, kærar þakkir kæra frænka að taka okkur með.
Við verðum svo áfram með þeim á morgun líka í mat hjá Helgu þá fáum við hangikjöt og meðlæti, en í kvöld verðum við heima hjá Palla.
Þetta verða bara friðsæl jól hér hjá okkur og vonandi hjá ykkur líka
Eigið góða daga og Guð veri með ykkur.