Ţórdís Guđmundsdóttir | föstudagurinn 30. desember 2011

Gleđilegt nýtt ár

Mynd frá Bélen í Almoradí
Mynd frá Bélen í Almoradí
« 1 af 10 »

Gleðilegt nýtt ár


og farsælt komandi ár


Takk fyrir gamla árið




Feliz anos nueve




Jólin hafa gengið áfallalaust fyrir sig hér hjá okkur fyrir utan mikið át af góðum mat. Á aðfangadag vorum við hjá Palla og Öddu ásamt ættingjum mínum og góðum vinum. Helga og Gummi voru svo heppinn að þau fengu Þóru dóttir sína og fjölskyldu óvænt hingað út sem var auðvitað voða gaman hjá þeim. Óðinn sonur þeirra var komin aðeins á undan og svo kom Klara dóttir Þóru hingað frá Barcelona þar sem hún er aupair. Harpa og Vishnu voru með okkur líka svo þetta voru um 13 manns. Pakkaflóðið var mikið og hafði Fríða Dröfn mikið að gera við að lesa á pakkana hún er 7 ára og fannst stundum erfitt að lesa skriftina.
Í mat fengum við hamborgarhrygg frá Íslandi, kalkún frá Spáni og íslenskan ananasfrómas í eftirrétt þennan sem ég hef haft öll mín jól. Þetta var allt voðalega gott og vel eldað alveg dásemd.
Við girstum svo hjá Palla og Öddu um nóttina og eftir morgunmat fórum við Dúddi niður á strönd og fengum okkur góðan göngutúr í sólinni. Það var fullt af fólki á ströndinni aðallega bretar sem voru þar með rauðar jólahúfur, þar var líka lúðrasveit að spila jólalögin og fólk söng með. Þeir voru að grilla og drekka kampavín með mikið fjör hjá bretum á jóladag.
Við gengum allaleið frá La Zena ströndinni til Cabo roig þetta tók okkur nærri 1 og 1/2 tíma við fórum svo til baka eftir 332 til að sækja bílinn.
Þá var farið heimt ilað skifta um föt og hafa sig til fyrir jólamatinn hjá Helgu og Gumma í nýja húsinu sem þau eru núna flutt í.
Þetta var sama fólkið en maturinn var aspassúpa a la Helga og hangikjöt með hveitikökum sem Þóra bakaði á Íslandi áður en hún kom. Þetta voru yndislegir dagar hjá okkur við fórum svo alveg pakksödd heim til að taka upp bakkana sem bbbbbiðu hér heima eftir okkur.
Takk fyrir jólagjafirnar elskurnar okkar nú höfum við nóg að lesa í vetur fullt af bókum.
Síðustu dagar hafa að mestu farið í leti en aðeins farið í göngutúr og bíltúr og slappa af eftir allt átið.
Jólin hér eru alveg yndisleg ekkert stress hvorki fyrir eða eftir allt bara í góðum gír.
Fermín er búinn að vera að dæla í okkur mandarínum og helling af kartöflum allavega í laginu og svo fengum við flotta ætiþirsla í gær. Fjölskyldan hefur verið hérna hjá honum öll jólin meira og minna sem er gott að vita hann er þá ekki einn. Hann er svo ljúfur kall og góður.
Nú á eftir erum við að fara til Orihuela að sækja Önnu Þóru og Magna en þau eru að koma frá Garrhuca og ærla að vera hérna hjá okkur fram á 2 .jan. Hvað við gerum á gamlárskvöld er bara alveg óráðið það kemur bara í ljós í kvöld eða á morgun. Ekkert stress alltaf hægt að fara og kaupa í matinn allar búðir opnar til kl. 6 á morgun.
Eigið gott og fallegt gamlárskvöld og passið ykkur á flugeldunum.
Og takk fyrir öll innlitin á gamla árinu þau eru bara ansi mörg.