Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 11. október 2010
Góð heimkoma á Spán
Þá erum við komin aftur til vetursetu á Spáni, veðrið tekur yndislega á móti manni 25-27 gr, hiti yfir daginn sól. Það hafa komið nokkrir regndropar síðan við mættum en ekkert að ráði, mætti alveg vera meira því hér hefur líklega lítið rignt í sumar.
Við fórum nú frá ísafirði 29. sept. og höfðum bara ansi mikið að gera í borginni. Okkur var boðið í mat öll kvöld. Byrjuðum hjá Dený og Brynju á föstudagskvöld og var alveg yndislegt að hitta þau með Helgu og Lilla rifjaðir upp gamlir dagar og mikið hlegið . Takk fyrir okkur kæru vinir.
Svona var þetta bara öll kvöld góður matur og gott og skemmtilegt fólk. Aðallega börn og barnabörn sem eru nú alltaf í fyrsta sæti hjá manni. Laugardagskv. eldaði Atli Geir þennan fína indverska rétt handa okkur. Ég fór í bíó með Aron og Bjarney að sjá Aulinn ég, á sunnudeginum Edda koma líka með, jújú allt í lagi að fara með börnunum en ekkert sérstök mynd. Svo á meðan við vorum í bíó, var Dúddi að leika í auglýsingu, nú er hann semsagt orðin auglýsingaleikari sá gamli minn. Var að leika bátasmið sem var að dunda við bátinn sinn, pússa og mála og sitthvað dútl. Þetta er auglýsing fyrir banka og þið sjáið hana ábyggilega í sjónvarpinu fljótlega.
Um kvöldið var svo borðað hjá Helenu og Harrý. Mánudagurinn hjá Helgu og Lilla og um kvöldið hjá Viktor og Gullý. Þriðjudagur hjá Gurry og Róbert, og þar var Dedda og allt hennar lið. Svo enduðum við á Svenna og Ásu og fannst við bara góð að geta hitt alla sem eru nú svona nánastir okkur.
Við höfum hér góða gesti núna Ásta og Jón komu með okkur út, það var nú gott að fá hjálp við að þrífa húsið og koma öllu í samt lag aftur, alltaf gaman að hafa góða vini hjá sér, þau eru núna í hjóltúr, Dúddi að finna einhvern til að kíkja á ísskápinn og ég að skrifa þetta rugl.
Það var alveg fín aðkoma núna bara eins og við hefðum farið í helgarreisu, flott eftir 4 mán.
En helv. ísskápurinn er eitthvað að stríða okkur núna vill ekki frysta, vona bara að við þurfuðm ekki að kaupa nýjan. Það var nú ekkert lifandi í honum núna eins og í fyrra en hann er líklega móðgaður yfir því að við slökktum á honum. Þetta er virðulegur skápur því hann gerir nú mesta gagnið hér á heimilinu allavega þegar svona heitt er í veðri.
Við höfum nú verið ósköp róleg hér, bara haft það náðugt og gott. Förum til Santa Pola á eftir til að skila bílnum til Jóns og Elínar en þau lánuðu okkur bílinn til að komast af flugvellinum, takk kærlega fyrir.
Eugið ljúfan dag.
Við fórum nú frá ísafirði 29. sept. og höfðum bara ansi mikið að gera í borginni. Okkur var boðið í mat öll kvöld. Byrjuðum hjá Dený og Brynju á föstudagskvöld og var alveg yndislegt að hitta þau með Helgu og Lilla rifjaðir upp gamlir dagar og mikið hlegið . Takk fyrir okkur kæru vinir.
Svona var þetta bara öll kvöld góður matur og gott og skemmtilegt fólk. Aðallega börn og barnabörn sem eru nú alltaf í fyrsta sæti hjá manni. Laugardagskv. eldaði Atli Geir þennan fína indverska rétt handa okkur. Ég fór í bíó með Aron og Bjarney að sjá Aulinn ég, á sunnudeginum Edda koma líka með, jújú allt í lagi að fara með börnunum en ekkert sérstök mynd. Svo á meðan við vorum í bíó, var Dúddi að leika í auglýsingu, nú er hann semsagt orðin auglýsingaleikari sá gamli minn. Var að leika bátasmið sem var að dunda við bátinn sinn, pússa og mála og sitthvað dútl. Þetta er auglýsing fyrir banka og þið sjáið hana ábyggilega í sjónvarpinu fljótlega.
Um kvöldið var svo borðað hjá Helenu og Harrý. Mánudagurinn hjá Helgu og Lilla og um kvöldið hjá Viktor og Gullý. Þriðjudagur hjá Gurry og Róbert, og þar var Dedda og allt hennar lið. Svo enduðum við á Svenna og Ásu og fannst við bara góð að geta hitt alla sem eru nú svona nánastir okkur.
Við höfum hér góða gesti núna Ásta og Jón komu með okkur út, það var nú gott að fá hjálp við að þrífa húsið og koma öllu í samt lag aftur, alltaf gaman að hafa góða vini hjá sér, þau eru núna í hjóltúr, Dúddi að finna einhvern til að kíkja á ísskápinn og ég að skrifa þetta rugl.
Það var alveg fín aðkoma núna bara eins og við hefðum farið í helgarreisu, flott eftir 4 mán.
En helv. ísskápurinn er eitthvað að stríða okkur núna vill ekki frysta, vona bara að við þurfuðm ekki að kaupa nýjan. Það var nú ekkert lifandi í honum núna eins og í fyrra en hann er líklega móðgaður yfir því að við slökktum á honum. Þetta er virðulegur skápur því hann gerir nú mesta gagnið hér á heimilinu allavega þegar svona heitt er í veðri.
Við höfum nú verið ósköp róleg hér, bara haft það náðugt og gott. Förum til Santa Pola á eftir til að skila bílnum til Jóns og Elínar en þau lánuðu okkur bílinn til að komast af flugvellinum, takk kærlega fyrir.
Eugið ljúfan dag.