Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 18. nóvember 2012

Góðir dagar

Þetta er grænmetið sem við fengum um daginn grasker, granadepli og kálhaus
Þetta er grænmetið sem við fengum um daginn grasker, granadepli og kálhaus
« 1 af 9 »
Það er bara rólegt hér hjá okkur í sveitinni núna, fjölskyldan er reyndar í mat hjá Fermín svo það er fjör þar núna og yndislegt að heyra í þessum vinum okkar. Börnin að leika sér hér í portinu boltarnir fara hér inn til okkar og jafnvel upp á þak. Og þá er kallað á okkur að sækja þá sem er jú mjög auðvel mál. Einn daginn í vikunni fengum við gefins mikið af graskerjum, 4 frá hinum nágrönnum okkar og Fermín kom svo með eitt stórt sem hann hafði gleymt að  láta okkur fá sagði hann. Svo nú er allt fullt af graskerjum til á heimilinu, ég er nú búinn að búa til graskerssúpu úr einu þeirra og verður fljótlega búin til aftur því hún er svo góð, ég sulla bara fullt af grænmeti með og úr verður kraftmikil súpa sem er full af vítamínum.
Dúddi fór í hjóltúr um daginn og sá þá mjög margt fólk vera að vinna á einum akrinum við að að taka upp steinselju. Það er ábyggilega mikið  puð að þurfa að vera boginn allan daginn við að taka þetta upp , skera af endunum í leiðinni og setja síðan í smábúnt með teiju.
Annars hefur veðrið verið hálf leiðinlegt hérna rigning og sól til skiptis og mikill raki, það er varla hægt að hengja út þvott því rakinn er svo mikill og svo er logn þannig að það þornar bara ekkert.
Við erum orðin mjög dugleg að fara í minigolf en vinningarnir steyma nú ekkert inn eins og um daginn en það er bara gaman að fara og hitta gott fólk og vera í góðum félagsskap. Við fórum á föstudaginn til Las Mimosas og svo í heimsókn og Dúddi rétti þar smá hjálparhönd og klukkan var orðin ansi margt svo við fórum á lítinn kínverskan veitingastað og borðuðum ódýrt þar og fórum svo heim. 
Í morgun fórum við svo á markaðinn til að skoða eitt og annað  til jólagjafa og einnig keyptum  við okkur fullt af appelsínum og gulrótum. Í gær eldaði ég alveg svaka góðan kjúkling í granadeplasósu og ætla ég sð setja uppskriftina hérna á síðuna, ég veit ekki hvort hægt er að kaupa eplin heima þau eru kannski voða dýr þar en hér fáum við þau gefins af Fermín og öðrum nágrönnum.
Það er nú ekki mikið að skrifa um núna enda allt bara rólegt og lifið gengur sinn vanagang.
Eigið góða daga og farið vel með ykkur í snjónum heima og hafið það kósý.