Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 16. mars 2008

Góðir dagar í Mudamiento

Bjarney Kata sameignin
Bjarney Kata sameignin
« 1 af 7 »

Hér hefur verið gaman undanfarna viku. Góðir gestir í heimsókn, sem hafa verið látnir vinna fyrir sínu fæði og húsaskjóli. En svona inn á milli hefur verið farið í sólbað, nokkrar verslunarleiðargrar farnir en lítið keypt. Við fórum tilTorrevieja í síðustu vikur og skoðuðum okkur um. Eins hafa þau verið mjög dugleg að fara í göngutúra hér um svæðið. Jón lagðist í sólbað einn daginn með Dúdda upp á þakinu í sólbað og roðnaði aðeins á suðurgaflinum eins og hann sagði þannig að næsta skipti var bara látið skína á norðurgaflinn, þannig að nú er hann allur voða brúnn. Nú eru pípulagnirnar búnar og komið heitt vatn í eldhúsið, við Ásta breyttum í elhúsinu svo nú er allt orðið voða fínt hér hjá okkur.

Það er nú svo skemmtilegt hjá okkur vinunum að við eigum mjög fallega sameign sem heitir Bjarney Kata og er barnabarnið okkar, svo það er um margt að ræða þegar sest er niður. En börnin okkar Edda og Atli Geir eiga þessa fallegu stelpu, sem er orðið langt síðan við hér höfum séð. En hún verður 4 ára 3 maí en því miður náum við nú ekki í afmælið hennar því við lendum ekki fyrr en 7. maí.

Nú fara páskar í hönd og þá er hér á Spáni mikið um allavega skúrgöngur og leikrit og fleira sem hefur með trúarbrögð þeirra að gera og höfum við séð í sjónvarpinu alveg rosastórar styttur bæði sem keyrt er um á vögnum og fólk heldur á. Við eigum nú eftir að fara og skoða þetta betur og segjum þá frá því þegar að því kemur og einhverjar myndir verða teknar.

En Fermín bóndi færði okkur í gær 6 ætiþyrsla og fullt af baunum. Svo nú verða baunir í alla mata.

Veðrið hefur verið með eindæmum gott hitinn farið upp í 26 stig yfir daginn og á kvöldin svona um 16 gr. og er spáin eins fram yfir páska. Við fórum í gær og borðuðum á sveitakránni Bar Jesúlín sem er um 2 km héðan fórum á bílnum, það var alveg voða góður matur og koníakið ekki nísk skammtað og líklega var þetta Carlos 1 (Helga)

Edda mín til hamingju með daginn þann 13. mars og Ágúst til hamingju með daginn á morgun og gangi þér allt vel með ljósmyndasýningarnar þínar. Góður dagur og lífið ljúft.