Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 25. mars 2009

Góðir gestir í heimsókn

Setið við kaffisopa á markaðnum
Setið við kaffisopa á markaðnum
« 1 af 10 »
Svenni og Ása komu eins og um var talað í heimsókn sl. föstudagskvöld og var vélin frá London meira að segja 20. mínútum á undan áætlun. En þau voru nú búin að vera á feðalangi frá 4 um nóttina. Þau voru nú samt bara hress við komuna.
Þau voru náttúrulega drifin á markað á laugardagsmorgun í Almoradí til að kaupa blóm og grænmeti, og svo var labbað um og fengið sér kaffi og líkjör.
Seinna um daginn fórum við svo til að skoða útsýnið í Callosa og ganga um gamla bæinn þar. Svo dubbuðum við okkur upp í fínu fötin og fórum sko fínt út að borða á El Cruce flottan veitingastað sem er hér við gatnamótin til Almoradí. Svenni bauð okkur í tilefni af 60 ára afmælinu sem hann átti daginn áður. Eða daginn sem þau lentu hér.
Sunnudagurinn var tekin svona með ró, fórum niður á strönd til La Marina í göngutúr, þaðan á ströndina í Guadamar og þar fengum við okkur tapas að borða voða gott og skemmtilegt. Hér hefur verið mikið fjör og gaman, meðan við vorum á gangi eftir ströndinni fórum við að syngja svona lágt að vísu og úr þeim söng varð til vísa, við lagið um hann Úrgang bónda,
Ása byrjaði á fyrstu línunum við kvöldmatinn og svo kláraði Dúddi.
Svona er vísan og syngið með:
Hann kom með fulla fötu í dag hann Fermín bóndi
og skildi okkur eftir ein með baunirnar
en artistokkana sem hann okkur sendi
við borðuðum í forréttinn í dag.
Viðlag:

Hænurnar og haninn uppá þaki
göluðu mjög snemma þennan dag
en kanínan í kjallaranum þagði
yfir þessu öllu fékk víst slag.

 
Svenni eldaði svo góðan kvöldverð og forrétturinn var ætiþirslar eða artistokkar  sem uppskrift er af á síðunni. En Fermín bóndi hafði komið með fullar fötur eins og segir í vísunni, baunir og stokkana. Þeir voru svo settir í vinnu strákarnir við að gera að þeim svo hægt væri að sjóða þá og frysta og Ása var með baunirnar alltaf nóg að gera á bænum þó lítið sé kaupið.
Mánudagurinn fóru svo í góðan og langan göngutúr. Fyrst ávaxtahringurinn og svo til Rafal til að versla aðeins í matinn aðallega mjólk fyrir börnin.
Í gær fórum við svo í stóru búðirnar í Torrevieja og löppuðum um bæinn og fengum okkur pizzu, þaðan lá svo leiðin í matarboð til Helgu og Gumma, eins til að sína Svenna og Ásu, frænka þurfti að sjá frænda og svoleiðis. Það var nátturulega voða gaman að vera með þeim og borða góðan mat, og spjalla. Komum seint heim.
Undur og stórmerki gerðust svo í dag þegar ég fór ein með Ásu í búðir til Almoradí keyrði sem sagt og við komum alveg heilar heim aftur og keyptum okkur skó og í matinn ég er alveg  voða ánægð með mig. Ég spurði bara hvort Ása væri ekki vel tryggð og svo var ekið af stað, flott hjá þeirri gömlu.
Svenni er hér í stífum æfingabúðum og tekur  50 armbeygjur á hverjum morgni, það má ekki slaka á, Fossavatnsgangan bíður eftir Vasagönguna, allt er sextugum fært.
Strákarnir eru núna í hjóltúr, búnir að laga sjónvarpsstöngina og setja nýja. Ása eldar kvöldmatinn og ég bulla hér.
Yndislegir dagar með mínu fólki.