Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 28. apríl 2010
Góðir gestir í heimsókn
Það er nú bara langt síðan ég skrifaði síðast, það hafa verið gestir og svo er bara svo gott veður á daginn að ég hef ekki nennt að skrifa. Sissa og Óli Páll komu hingað frá Danmörku sl. fimmtudag þau voru kominn hingað til okkar um miðjan dag, enda með bíl og höfðu komið áður og rötuðu svo við þurftum ekkert að fara út á völl að sækja þau. Þetta var golfferð hjá þeim. Eyþór bróðir Sissu og Ása konan hans komu svo um kvöldið frá Íslandi og eru í golfferð hér í Alicante. Sissa og Óli fengu að ganga með þeim inní pakkan og spila nokkra daga með þeim. Þetta var víst vel heppnuð ferð þau spiluðu alla daga nema laugardag.
Á laugardaginn komu svo Eyþór og Ása hingað, fyrst var farið á markað í Almoradí og keypt grænmeti og eitt og annað síðan var farið til slátrarans og keypt lambalæri sem var svo grillað um kvöldið og var alveg svakalega gott kryddað að hætti Óla.
Einnig var farið og kíkt á barinn, en þangað höfum við farið með alla gesti sem komið hafa í vor, enda svo fínt, sólin skín og hægt er að sitja úti og horfa á kallana spila Dóminó og hlusta á hávaðann þegar þeir tala saman þetta eru alveg eins og hríðskotabyssur. Þetta var ansi skemmtilegt kvöld setið úti til kl. 00.30 en þá var farið að leggja sig þau voru svo öll að fara að spila golf daginn eftir, Eyþór og Ása gistu hér í barnaherberginu. Sissa og Óli hurfu svo á braut á þriðjudagsmorgunn eftir góða daga að ég held á fínum golfvelli. Takk fyrir komuna kæru vinir. Á sunnudagsmorguninn fórum við Dúddi svo til Rafal þar var Fiesta del la Sevillina og það var útimessa þegar við komum og við settumst niður og sátum þar í klukkutíma, þetta var voða hátíðlegt og fallegt þó maður skildi varla eitt einasta orð, nema þegar hann nefndi Maríu.
Hér er nú orðið bara nokkuð heitt um 25 - 30 stig á daginn og varla nokkuð hægt að gera, ef maður prjónar þá þævir maður garnið um leið. Annars hef ég nú verið að reyna að vinna við listaverkið þegar hitinn og svitinn er ekki að drepa mig þetta er allt að koma og þið fáið að sjá þetta í næsta bloggi þá verð ég vonandi búinn.
Við vorum svo heppinn að Jón Gunnars fann gamla eldhúsinnréttingu í St. pola svo nú er Dúddi á fullu við að setja hana upp í húsbóndaherberginu þá verðum við kominn með fínt útieldhús eins og tíðkast hér á Spáni, fínt að geta farið þangað þegar hitinn er að drepa mann í eldhúinu, það vantar að vísu eldavélina en þetta er fínt.
Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt við erum á leiðinni heim eftir mánuð og nú er farið að telja niður, og muna að gera allt sem maður ætaði að gera alla hina mánuðina.
Nú er ég að fara út að vinna eigið góða daga með hækkandi sól.
Á laugardaginn komu svo Eyþór og Ása hingað, fyrst var farið á markað í Almoradí og keypt grænmeti og eitt og annað síðan var farið til slátrarans og keypt lambalæri sem var svo grillað um kvöldið og var alveg svakalega gott kryddað að hætti Óla.
Einnig var farið og kíkt á barinn, en þangað höfum við farið með alla gesti sem komið hafa í vor, enda svo fínt, sólin skín og hægt er að sitja úti og horfa á kallana spila Dóminó og hlusta á hávaðann þegar þeir tala saman þetta eru alveg eins og hríðskotabyssur. Þetta var ansi skemmtilegt kvöld setið úti til kl. 00.30 en þá var farið að leggja sig þau voru svo öll að fara að spila golf daginn eftir, Eyþór og Ása gistu hér í barnaherberginu. Sissa og Óli hurfu svo á braut á þriðjudagsmorgunn eftir góða daga að ég held á fínum golfvelli. Takk fyrir komuna kæru vinir. Á sunnudagsmorguninn fórum við Dúddi svo til Rafal þar var Fiesta del la Sevillina og það var útimessa þegar við komum og við settumst niður og sátum þar í klukkutíma, þetta var voða hátíðlegt og fallegt þó maður skildi varla eitt einasta orð, nema þegar hann nefndi Maríu.
Hér er nú orðið bara nokkuð heitt um 25 - 30 stig á daginn og varla nokkuð hægt að gera, ef maður prjónar þá þævir maður garnið um leið. Annars hef ég nú verið að reyna að vinna við listaverkið þegar hitinn og svitinn er ekki að drepa mig þetta er allt að koma og þið fáið að sjá þetta í næsta bloggi þá verð ég vonandi búinn.
Við vorum svo heppinn að Jón Gunnars fann gamla eldhúsinnréttingu í St. pola svo nú er Dúddi á fullu við að setja hana upp í húsbóndaherberginu þá verðum við kominn með fínt útieldhús eins og tíðkast hér á Spáni, fínt að geta farið þangað þegar hitinn er að drepa mann í eldhúinu, það vantar að vísu eldavélina en þetta er fínt.
Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt við erum á leiðinni heim eftir mánuð og nú er farið að telja niður, og muna að gera allt sem maður ætaði að gera alla hina mánuðina.
Nú er ég að fara út að vinna eigið góða daga með hækkandi sól.