Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 28. apríl 2011

Góðir vinir í heimsókn

Við Helga úti á göngu
Við Helga úti á göngu
« 1 af 10 »
Það er óhætt að segja að það hafi verið líf og fjör hér í sveitinni í tvær vikur. Helga og Lilli í heimsókn og alltaf verið eitthvað að bralla.
Það er búið að fara í heimsóknir og fá gesti. Byrjuðum strax kvöldið eftir að þau mættu, að fara í heimboð til Eyrúnar og Guðfinns, fyrr um daginn hafði verið  farið í minigolf en enginn var vinningurinn. Það er búið að þræða flesta markaði hér í kring og erum nýbúin að finna flottan markað hér í Callosa, stutt frá. Við fórum og löbbuðum um Torrevieja og strákarnir fóru og löguðu hliðið við Gamla húsið eins og það er kallað hér en það er húsið sem er í eigu margra þar á meðal Helgu og Lilla. Það var líka haldin smá dansleikur hérna sem tókst bara vel með 6 manns, voða gaman.
Við erum búin að vera dugleg að fara út að labba og liggja í sólbaði, því veðrið hefur verið alveg til friðs. Sól og um 20- 25 stig á hverjum degi með smá rigingu inná meðal, en þau fóru allavega brún heim.
Dúddi er nú í annari ferðinni á völlinn í dag, Lilli fór um 5 leytið í morgun og Helga núna svo það er nóg að gera. Hann kemur til baka með næstu gesti sem eru Óli Reynir og Badda og ætla þau að vera hér í viku. Það koma sem sagt allir í einu, en það hafa engir gestir verið hjá okkur síðan í haust þegar við komum, þetta er voða gaman. Þau fara aftur 5. maí og þá förum við að pakka saman til að fara heim.
Hér er allt við það sama Fermín gaf okkur kanínu á fæti um daginn og Dúddi þurfti að gera að henni hún bíður suðu í frysti og verður borðuð við tækifæri.
Þarf að halda áfram að undirbúa fyrir næstu gesti. Það er ansi heitt núna komin 26 stig.
Eigið góða daga.