Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 15. nóvember 2011

Golfferð til Mojacar

Guðrún, Helga vinkona, ég og Helga frænka á toppi Mojacar
Guðrún, Helga vinkona, ég og Helga frænka á toppi Mojacar
« 1 af 10 »
Það var ákveðið að fara í ferðalag með golfklúbb Íslendinga sem hér er starfræktur og er Lilli að sjálfsögðu genginn í hann svo við fengum að fara með sem vinir og Dúddi sem caddy. Það var vaknað snemma á miðvikudagsmorgun til að vera mætt um háddegi en þetta er 2 tíma akstur í suður. Mojacar er lítill bær í Almeríu og er þar flott hótel og fínn golfvöllur er mér sagt, en ég sá hann aldrei. Dúddi fór sem bílstjóri seinni daginn fyrir Gumma.
Eftir að vera búinn að skrá sig á Hotel Best Oasis Tropical sem er 4 stjörnu hótel var ákveðið að fara að skoða gamla bæinn sem er byggður uppá fjalli, ótrúlega gamall og sjarmerandi bær. Við byrjuðum auðvitað á að skoða markaðinn sem var voða lítill og sætur svo gengum við uppá topp í bænum og fengum okkur snarl að borða. Veðrið lék við okkur sól og logn og alveg yndislegt.
Við fórum svo heim a hótel og slöppuðum af fyrir kvöldið. Það var svo farið að borða kvöldmat og svo var farið á barinn og dansað og spjallað. Náttúrulega farið snemma að sofa eins og í öllum golfferðum að mér skilst þegar golf er daginn eftir.
Strákarnir vöknuðu snemma til að borða og vera mættir á réttum tíma en við kellurnar mættum bara seint í morgunmat og fórum svo í göngutúr til Garrucha sem er næsti bær við, en það ákváðum við að hitta Önnu og Magna sem búa þar um þessar mundir. Þau fóru með okkur um bæinn til að skoða okkur um, en við 4 vorum búinn að ákveða að gista hjá þeim eina nótt áður en við færum heima aftur. Það var rápað um bæinn og ég keypti mér voða flottan kjól alveg óvart það var svo flott búð þarna.
Um kvöldið fórum við svo á aðalfund golfklúbbsins sem gestir að sjálfsöðgu. Lilli fékk verðlaun fyrir besta skor án forgjafar þessa líka fínu rauðvínsflösku sem stoppaði stutt og Lindor konfekt sem hann gaf mér og verður geymt til jóla.
Matur, dans og allur pakkinn voðalega gaman.
Það er ekkert vitlaust að fara í svona golfferðalag ef maður er ekkert að spila, maður hittir fyrir skemmtilegt og fjörugt fólk.
Daginn eftir fórum við svo til Önnu og Magna í Garrucha. Við fórum á markaðinn þar og keyptum okkur mat fyrir kvöldið fórum í göngutúr um höfnina og um bæinn fórum alla leið til Vera. Hjá þeim gistum við svo eina nótt. Takk fyrir skemmtilegt heimboð Anna og Magni.
Við keyrðum svo ströndina heim og stopuðm aðeins í bæ sem heitir Águilas, þetta ferðalag tók um 6 tíma allaleið heim.
Við vorum nú ansi þreyttar við Helga að sitja svona langa leið afturí bílnum, en því miður hefur þeim sið verið komið hér á, á Spáni að þegar gestir koma þá sitja konurnar afturí, nema þegar konur keyra þá sitja þær frammí, ég keyri bara svo sárasjaldan.
Alltaf nóg um að vera hér hjá okkur drífum okkur hingað og þangað það er ekki mikið sólbaðsveður núna þessa dagana en sól og 20 stiga hiti.
Nú pára ég þessar línur og Helga er að útbúa flottan kjúklingarétt með miklu grænmeti og fíneríi.
Anna Lóa systir til hamingju með daginn í dag, nú er bara ár eftir.
Eigið góða daga.

Það eru komnar tvær nýjar uppskriftir á síðuna