Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 19. janúar 2008

Hananú

Hænsakofinn
Hænsakofinn
« 1 af 4 »
Í gær varð ég vitni að hanaslátrun. Upp á þaki hjá nágrannanum er hæsnakofi sem ég hef nú sagt frá áður. Aumingja Haninn sem hefur vakið okkur hér á mornana og stundum á nóttuni nákvæmlega kl 00:30 var slátrað í gær. Hann var búinn að vera í tvær vikur inn hjá  hæsnunum, þið vitið til hvers og svo bara dauður! þegar hann er búinn að skila sínu hlutverki. skítt!!!!
En ég  var uppi á þaki að hengja upp þvott í gær, þegar ég sá nágrannan (ég verð nú að fara að fá að vita hvað hann heitir) koma upp á þakið hjá sér og opna hæsnakofian  og taka hanann út á vængjunum og labba með hann niður í eldhús og hann kom ekki þaðan út aftur. Hænurnar eru ekki enn búnar að jafna sig á þessu það var eins og þær væru að gráta í gær slík voru hljóðin  þær söknuðu hans.  Og stóri feiti kalkúninn var líka ansi aumur hann bíður líklega páska, hinn fór um jólin.
En þessi hani var alltaf gaggandi hann vissi ekkert hvenær var dagur eða nótt svo nágranninnn hefur líklega verið orðin leiður á honum.
En það hefur verið nóg að gera hjá frúnni við að elda þetta ferlíki því í dag hefur stórfjölskyldan og allt liðið verið hér hjá þeim í mat eins og venjulega á laugardögum en það voru fleiri í dag.
Við fórum á markaðinn í dag og keyptum okkur blóm til að setja hér í patióið, keyti bara tvær stjúpur á 1 evru því við höfum ekki mikið pláss fyrir þau. Keypti líka í gluggan í innganginum en þau eru nú bara úr plasti. En hér er ótrúlega mikið um að fólk hafi plastblóm hjá sér en þau þurfa ekki vatn sem kostar sitt hér. En þetta lítur bara vel út með sólarafhlöðuljósi á milli.
Það hefur verið yndislegt veður hér 20 stiga hiti á daginn nú í tvo daga og spáin er eins næstu daga, svo við sitjum í sólinni og lesum. Góður dagur.
Eigið góða helgi og guð blessi ykkur öll.