Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 13. desember 2007

Heimaí Mudamiento

Nú er kátt í höllinni, við fengum símann og Internetið hingað heim í dag, svo nú sit ég við eldhúsborðið og blogga með smá rauðvín og nýbúinn að borða. Við fórum í dag til Almoradí og keytpum okkur síma sem nú er í hleðslu svo nú getum við farið að hringja oftar án þess að síminn detti út.
Það er búið að hengja jólaljósin upp í Almoradí svo verður kveit á þeim á morgun kl. 18;00 við ætlum að fara þá og sjá lífið. En þetta er alveg passlega stór bær fyrir okkur sveitafólkið og erum við bara orðin nokkuð góð í að rata þar. Krikjan er miðpúnkturinn svo löbbum við bara í kring. Það er ferlegt að lesa hvað það er vond veðurspá hjá ykkur, passið nú öll jólaljósin þau hjóta að fara illa. Okkar eru bara inni en jólarósin úti. Það var kalt í morgun og hitinn fór bara rétt yfir 12 stig í dag en sól. Við fórum í göngutúr í dag og náðum okkur í nokkrar appelsínur. Á morgun ætla ég að reyna að baka eina sort af smákökum en ekki er ég búinn að ákveða hverja, sendið mér hugmynd eða uppskrift, mínum var rænt.