Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 21. maí 2008

Heimkoman

Bjarney Kata
Bjarney Kata
« 1 af 9 »

Það var skrítið að lenda um miðja nótt í Keflavík eftir 8 mánaða fjarveru frá rigningunni á Íslandi, Það ringdi fyrstu dagana okkar hér á landi, sem var mikil tilbreyting frá sólinni á Spáni.

Það var æðislegt að hitta aftur alla, tala nú ekki um barnabörnin og sjá hvað þau hafa stækkað, og gaman að sjá að þau mundu eftir gamla parinu sem kvaddi þau í september. Það var mikið um veislur, fyrst var verið að skíra litla prinsessu sem Helena og Harry eignuðust í febrúar og við höfðum ekki séð en hún fékk nafnið Hildur Hera, Hildur eftir móðurömmu sinni, og Hera ,fallegt nafn. Hún er því af þessari frægu HHHætt. Þar sem öll nöfnin byrja á H og föðurnafnið líka. Hún var skírð heima, mjög falleg athöfn þar sem byrjað var á að syngja afmælissönginn fyrir afa hennar hann Dúdda. En þetta var 10 maí á afmælidaginn hans.

Þá var farið í kirkju í Hafnarfirði á hvítasunnud. þar sem 2 frændur Dúdda voru fermdir Arnór Smári sonur Gurrýar og Rafn Ingi sonur Deddu, en þær eru báðar systur Dúdda. Síðan var farið í veislu til Hveragerðis og borðaður dýrindismatur. Í leiðinni fórum við til Úllu vinkonu. Hún hafði sent okkur bók út til Spánar en heimilisfangið var eitthvað vitlaust hún fékk hana því endursenda svo við komum bara við og sóttum pakkann til hennar. Takk fyrir Úlla.

Og mitt í öllu þessum veisluhöldum og heimsóknum keypti Dúddi bíl fyrir mig til að hafa í sumar. Fékk hann á mjög góðu verði, hjá mjög góðum vini. það þurfti aðeins að gera við hann svona ýmislegt en fín Toyota Avensis 98 módel og hún fékk fulla skoðun í dag.

Við fórum svo keyrandi til Ísafjarðar á þriðjudegi og gekk allt vel og ljómandi veður alla leið heim. Við erum bæði komin í vinnu, Dúddi að keyra stóran nýjan bíl hjá KNH en ég í Legg og Skel sem er barnafatabúð, nokkra tíma á dag.

En viðbriðgin að vera komin heim er aðallega að fara út í búð að versla. Einn daginn í Reykjavík fór ég að versla smávegis í Hagkaup grænmeti,ost, mjólk, banana og þegar konan sagði hvað ég ætti að borga og ég stóð þarna sæl með tvöþúsund krónur en nei, þetta kostaði þrjúþúsund og fimmhundruð krónur það leið næstum yfir mig og ég sagði bara úppps og aumingja konan leit bara á mig. Úti á Spáni hefði þessi peningur dugað okkur fyrir mat í heila viku.

Ísafjörður stendur nú alveg fyrir sínu alltaf jafn fallegur og fjöllin yndisleg, tala nú ekki um þegar sólin skín svona öðru hvoru eins og í dag og 13 stiga hiti úti.

Ætla að fara í sumarbústaðinn á morgun og eiga þar góða daga.