Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 4. apríl 2008

Heimsókn Svönu og Magna og hreiðurgerð

Svana og Magni í Mudamiento
Svana og Magni í Mudamiento
« 1 af 9 »

Nú er orðið rólegt í Mudamiento, Svana og Magni farinn heim aftur. Það var mikið fjör og mikið borðað á meðan þau voru í heimsókn ásamt því að fara í góða göntutúra á milli. Það var líka gott að hafa svona göngumaríu með sér sem segir manni hvað maður hefur verið lengi á göngu og hvað marga kílómetra maður gekk. En Magni var með eina svoleiðis með sér bundna við únliðinn. Hann er jú að æfa fyrir Fossavatnsgönguna svo úthaldið verður að vera í lagi, þjálfa á meðan maður er í fríi líka. Einn daginn fórum við 6,7 km. á 1 1/2 tíma að ég held.

Við fórum í bíltúr um Torrevieja svæðið á mánudaginn og fórum þar vítt og breytt til að sýna þeim. Fórum til slátrarans og ætluðum að kaupa önd en hún var ekki til, hann vísaði okkur á Supercor búð rétt já honum svaka flotta og þar fengum við þessar líka fínu andabringur og voru þær borðaðar um kvöldið með eðalrauðvíni og ætiþirslum. Já ég er búinn að finna uppskrift. Það var einnig elduð dýrinsnautasteik sem við fundum hjá slátrara hér í Almoradi, svo nú veit ég hvert á að fara næst þegar einhver vill svoleiðis. Annars var nú legið í sólbaði og haft það bara fínt.

Það er að kvikna nítt líf hér hjá okkur í bakhúsinu, þar eru svölurnar búnar að búa til þetta svaka fína hreiður og farnar að liggja á, svo það verður gaman að sjá ef það koma ungar. Þetta er svo flott gert hjá þeim. Ég sagði í síðasta pistli að þær hefðu verið að gera hreiður á gömlu geitungabúi ónei, þær gera þessi hreiður utan á bitanum í loftinu sem er í svona 5 metra hæð. Við eyðilöðgðum það fyrsta en þær byrjuðu bara aftur, svo syngja þær þarna frammi en fljúgja burt ef við förum fram. Einu sinni sá ég fræðslumynd um svöluhreiður einhversstaðar í Kína að ég held, þar sigu menn niður til að sækja þau og selja til veitingahúsa, þetta þykir víst herramannsmatur ef rétt er gert.

Nú eru blómin að springa út,sem sjá má.

Góður dagur!!!