Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 6. nóvember 2010

Hér og þar

Pálminn fyrir, þið sjáið svo þrjá litla menn við stigann Dúddi, Gummi og Vishnu
Pálminn fyrir, þið sjáið svo þrjá litla menn við stigann Dúddi, Gummi og Vishnu
« 1 af 10 »
Nú er laugardagur og við fórum á markaðinn í Almoradí, og keyptum bæði blóm, ávexti og grænmeti. Það var eins og alltaf fullt af fólki og gaman að vera þar. Kíktum líka í eina stóra nýja kínabúð og keypti mér litla fötu. EInnig keyptum við okkur steiktan kjúkling, ég steikti svo karftöflur og sveppi með og rauðvín og, gerðum gott ástand, eins og sumir segja.
Úti í garði hjá nágrönnunum er afmælisveisla, eitthverrt barnabarn á afmæli, og þar var sungin afmælissöngurinn á spænsku, gaman að heyra þetta þó það væri nú pínu falskt, en bara eins og það á að vera, gaman að hafa svona líf í kringum sig. En fjölskyldan er hér voða mikið núna vegna veikinda Carmen. Dæturnar koma til að hjálpa mömmu sinni að þrífa. Það er nefnilega allt skúrað á hverjum degi, myndarskapur það, þær mættu alveg koma til mín líka.
Annars er ég búinn að vera marga daga uppá þaki við að gera mósaik, það koma myndir af því á næsta bloggi, það er ekki tilbúið fyrr.
Fermín er alltaf að fara að veiða og fór hann áðan með bros allan hringinn, hann veiðir hér í kanölunum allt í kring, ekki vildi ég borða þá fiska, ekki einu sinni pissa í þessa kanala. Ef fiskarnir lifa í þeim þá geta þeir víst borðað þá segja þeir. Hitti hann eftir veiðina og hann fék bara einn lítin titt, en brosti samt.
Það kemur nú ekki mikið af grænmeti núna til okkar bara grasker það eru til tvö stór hérna núna. Jú hann gaf okkur Granatepli um daginn, sem við borðum á hverjum morgni með cornfleks. Það er enginn uppskerutími núna allir akrar fullir af allskonar káli og fíneríi.
Á síðust helgi var svona pálmalaugardagur, þá fórum við til Helgu og Gumma að hjálpa þeim að laga pálmann í garðinum hjá þeim hann var orðinn ansi stór og mikill. Þeir voru duglegir karlarnir við að hökkva hann á meðan fórum við á markaðinn kellurnar. Svo var borðuð fiskisúpa sem ég kom með, sem var afgangur frá þvi deginum áður en þá voru Jón og Elín Þóra hér í mat.
Um kvöldið fórum við svo út að borða og fengum okkur svaka gott snitshel, og á bar á eftir, skemmtileg helgi.
Á fimmtudaginn var okkur svo boðið í indverskan mat á búgarðinn hjá Hörpu og Vishnu, góður matur og gott fólk sem gaman er að hitta. Þar var okkur boðið uppá rússneskt rauðvín sem var bara ansi gott. Og rann það ljúft niður með góðum mat og sterkum. Takk fyrir skemmtilegt boð góðu vinir.
Nú er ég byrjuð að fara til tannlæknis í La Zena hverfinu og er hann sænskur, það verður sko nóg að gera hjá honum bara við mig. Hann er voða skemmtilegur syngur fyrir mig á sænsku, og spyr svo á meðan maður er með fullan munnin af drasli, syng ég ekki vel, og hvað gerir maður annað en jánkar, skíthræddur um að hann meiði mann annars. Ég veit nú ekki hvort þetta er mikið ódýrara en heima, hérna er ég bara meira og þetta var nauðsynlegt. Svo nú fer maður í bæinn í hverri viku sem er bara ágætt. Og nú eru Dúddi og Gummi með smáverkefni í nokkra daga svo hann fer oftar. Ég verð bara heima suma dagana og leik mér að gera mósaik eða prjóna sem er ekki leiðinlegt, er með tvær peysur í takinu núna.
Veðrið hefur verið alveg indislegt sól og logn á hverjum degi svo við höfum ekkert þurft að kynda ennþá en nú spáir vísst rigingu næstu daga, en þetta er eins og heima það gengur nú ekki allt eftir sem þeir segja blessaðir veðurfræðingarnir.
Eigið góða og skemmtilega daga.