Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 10. febrúar 2009

Hvítlaukur Ajo

Hjónin með hvítlaukinn sinn
Hjónin með hvítlaukinn sinn
« 1 af 6 »
Ég vissi ekki að maður gæti orðið háður hvítlauk, en stundum verð ég bara að elda eitthvað svo ég geti sett hann í matinn. Eða steiki grænmeti og set alveg hellig með. Það er líka alveg staðreynd að við höfum ekki fengið kvef síðan við fórum að vera hér. Meira segja Dúddi sem alltaf lagðist í einhverja pest heima, hefur sloppið í tvö ár. Það er nú búið að vera kalt í vetur en ekkert kvef, eða pest hefur verið að angra okkur hér.
Við fórum hjólandi á markaðinn í síðustu vikutil Rafal  og á leiðinni sem við förum alltaf sátu hjón úti fyrir framan bílskúrinn sinn og voru að flokka hvítlauk, ekki þennan hefðbundna sem við þekkjum, nei þessi er líklari vorlauk og hélt ég alltaf fyrst þegar Fermín bóndi gaf mér svona að þetta væri vorlaukur, svo ég setti fullt af venjulegum hvítlauk og líka þessum, þangað til ég fattaði allt í einu hvað það var mikil hvítlaukslykt bakvið þar sem ég geymi þetta svo ég beit bara í og nammmm. Þessi er eitthvað svona mildari gefur einhvernveginn betra hvítlauksbragð enda er hann miklu dýrari en hinn, Fermín bóndi ræktar þetta í garðinum hjá sér svo við eigum alltaf nóg.
Ætli það hafi ekki verið um 1975 eða þar um bil sem ég fer að verða viltlaus í hvítlauk, lærði að borða þetta í Danmörku. Þá ristaði maður sér brauð í tíma og ótíma og tók svo rif og nuddaði brauðið með, svakalega gott, svo var það orðið svoleiðis að það var nuddað báðu megin. Það var líka oft sagt við mig að það væri vond likt út úr mér ég fattaði ekkert strax að það væri hvítlaukur fyrr en einhver sagði að ég lyktaði eins og Úlfur læknir, (fyrirgefið Úlfsbörn) þá fattaði ég hvað þetta var. En það var og er líka þannig að ef ég finn þessa lykt út úr einhverjum þá hugsa ég alltaf "ohhh hvað var þessi að borða gott". En hér finnur maður aldrei hvítlauks lykt út úr neinum því það eru allir að borð hann hér.

Þetta fann ég í einhverju blaði sem ég tók með mér að heiman um ýmsar jurtir þetta er um hvítlauk:
Hvitlaukur, Garlic, Allium sativum:
Rannsóknir benda til að regluleg neysla hvítlauks fyrirbyggi hjartasjúkdóma.
Hann er notaður til að fyrirbyggja æðakölkun og lækka kólestról í blóði.
Rannsóknir benda jafnframt til að regluleg notkun hvítlauks fyrirbyggi kvef og flensu.
Jafnframt eykur hann viðnámsþrótt gegn sjúkdómum.
Kærkomin fæðubót, ekki síst í skammdeginu þegar vetrarveðrin gera atlögu að heilsu fólks.

Svo fann ég þetta í ensku blaði, kannski ekki góð þýðing en læt þetta flakka, góð æfing í enskunáminu, reyni næst við spænskublöðin, þetta er úr grein um megrun og að líta vel út á efri árum hmmmm.
Þar segir:
Hvítlauksensímið gerir slæma fitu að lægri mörkum svo hún verði að fínni detoxfyllingu.
Brennisteinsefnasamband alllicin gefur hvítlauknum þessa römmu lykt, en að er í henni sem gæði hvítlauksins liggja.
Veit ekki hvort þið skiljið nokkuð í þessu, en nóg um hvítlauk.

Annars er bara allt fínt hér aðeins að hlýna aftur, hitinn komin yfir 15 gr. á daginn og ekkert þarf að vera að hita upp inni á daginn. Við erum búin að vera ansi upptekinn undanfarið ótrúlegt hvað tíminn flýgur.
Dúddi fer oft með Fermín yfir í garð til að hjálpa honum að saga í eldinn og fær grænmeti fyrir, þetta eru svona vöruskipti eða þannig. Þetta er fín æfing til að læra spænsku nú ætla ég að fara að drífa mig þegar hlýnar aðeins og fólk fer að vera meira á ferðinni hér í götunni.
Við erum voða duglega að læra sitjum á hverjum degi eftir morgunmat og lesum og skrifum, og reyndar öll kvöld yfir sjónvarpinu voðalega ánægð þegar við skiljum eitt og eitt orð þegar fréttaþulirnir eru að segja fréttir. Þetta er eins og fallbyssuskothríð þegar þeir tala.
Kiddý frænka mín til hamingju afmælið.
Eigið góða hvítlauksdaga.