Ţórdís Guđmundsdóttir | mánudagurinn 19. janúar 2009

Í skólanum í skólanum,

Flott grasker??
Flott grasker??
« 1 af 6 »
Í skólanum, í skólanum
er skemmtilegt að vera
við lærum þar að lita strax
og leirinn hnoða eins og vax.

Við erum nú kannski komin aðeins lengra en að læra að leira. En mikið skrambi er þetta nú efitt að muna öll þessi nýju orð.
Það eru nú samt alveg ótrúlegt hvað það síast inn svona orð og orð. Annars er þetta svaka munur að fá svona fría enskukennslu í leiðinni en ég er nú ekkert svakalega sleip í henni svo tíminn fer ansi mikið í að skilja hvað konan segir.
Það er alltaf dregið út nafn einhvers í skólanum í hverjum tíma og maður getur unnið máltíð fyrir einn og hinn aðilinn borgar bara 9.50 evrur. Ég vann svona miða í síðustu viku og ætlum við að fara og borða þegar við höfum tíma til þess. En þetta gildir frá mánudegi til föstudags og er Menu del día, matseðill dagsins. Við erum nú aðeins byrjuð að æfa okkur hér á nágrönnunum, þær stóðu  þrjár yfir Dúdda þegar hann var að laga beðið okkar hérna úti og svo komu þær og færðu honum blóm í beðið, þeim hefur líklega fundist það tómlegt. Mér stóð nú ekkert á sama þegar allar þessar senjórítur voru yfir honum, ég þarf líkalega að fara að passa hann betur hehe.
Í síðustu viku hjóluðum við meðal annars til Rafal og vorum búinn að taka stóran hring, þegar við vorum að fara heim í gegnum Rafal þá sáum við að það var búið að loka götunni og fullt var af fólki allir með börn á gangi, svo við vorum forvitinn um hvað væri í gangi. Þá voru bara litlu börnin frá 4 til 8 ára að fara í skólann, en hér fylgja foreldrarnir börnunum í skólann og bíða þangað til þeim er hleypt inn. Götunni er lokað í 1/2 tíma á meðan verið er að fara með börnin og svo er opnað og lokað í smátíma þegar þau koma út aftur. En hér byrja börnin mjög snemma í skóla.
Grasker, það er nú eitthvað sem ég hef aldrei matreitt og í eina skiptið sem ég smakkaði graskerssúpu þá vorum við í Sidney í Ástralíu með Erni og Guðnýju, þá fannst mér hún svaka vond.
Nú er ég með tvö stór hérna frammi sem Fermín færði okkur og hann sagði eins og alltaf sopa sopa, þegar hann færir okkur grænmeti. Helga Þurý fær annað því henni finnst það gott og Ívan líka. Ég fór nú á netið til að leita að súpu og verður hún líklega gerð þegar ég hef fengið nógu mikinn kjark til að borða þetta.
Svo fórum við í skó leiðangur á útsölunum og ég gerði þessi líka fínu kaup á tvennum skóm og fékk fría tösku með.

Hace buen día.