Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 27. ágúst 2008
Ísafjörður
Ísafjörður, fallegur bær milli fallegra og stórkostlegra fjalla sem verndar mann oft fyrir vondum veðrum. Hér er líka oft logn svo um er talað Ísafjarðarlognið!!
Þetta er minn fæðingarbær og hér hef ég verið næstum alla mína ævi. Í hlíðinni fyrir ofan bærinn Litlurð og Stórurð voru mín leiksvæði í æsku. Fyrir utan það þegar maður stalst niður í fjöru. Þarna var gott að alst upp fá hús og lítill gróður. Nú er húsið sem ég fæddist í á kafi í trjám svo það er vont að taka af því mynd en það er Engjavegur 24. Þá var Engjavegurinn lokaður hjá Hreinshúsi og ef maður vildi heimsækja ömmu á Urðarveginum þá þurfti maður að fara niðður hjá Hertu húsi til að komast niður á Seljandsveg og svo úteftir og svo fór maður upp hjá Dægradvöl hús sem stóð þar lengi fallegt hús en var rifið fyrir mörgum árum síðan, eins var með Ömmuhús það stóð á horni Urðavegar og Engjavegar núna en var rifið líklega í kringum 1989 eða þegar amma fór á Hlíf II.
Engjavegurinn var líka efsta gatan í bænum, en fyrir ofan var sveitabærinn Hraunprýði, þar voru kindur og tún allt í kring.
Það var stundum erfitt að komast í skólann þegar maður var að byrja 6, 7 ára gömul og labba alla snjóskaflana upp í klof þegar mikill snjór var. Svo þegar maður var eldri þá þurfti maður líka að hlaupa heim í mat í hádeginu og aftur í skólann á klukkutíma, ekki skrítið að maður var grannur í þá daga. Alltaf hlaupandi til að koma ekki of seint.
En Ísafjörður á enn eftir eitthvað af sínum gömlu húsum og hér er fallegasti miðbær á Íslandi. Silfurtorgið gamli prófessorinn er farinn og hefði nú verið flott að hafa hann þar ennþá. Þar er yfirleitt alltaf fólk á góðum dögum börn að leik og fólk að rabba saman.
Ég skrapp upp á Dal á sunnudaginn (Seljalandsdal) en það var alltaf talað um að fara uppá Dal. Ég varð eiginlega sorgmædd að sjá bæði hvað skálinn er orðinn þreyttur og að ekki megi vera þar á svigskíðum lengur, en þetta er nú einn af þeim stöðum sem ól mann upp, alltf á skíðum. Þetta var og er alveg yndislegur staður, það eru mér víst margir sammála um. Fínar og góðar brekkur. Svo þegar lyftan kom þá sveif maður bara að þurfa ekki að labba upp úff þetta var alveg draumur.
Margar eru minningarnar frá þessum gömlu og góðu dögum og gæti maður skrifað margar síður um öll uppátækin og skemmtanirnar. Ísafjörður er og verður alltaf skemmtilegur og fallegur bær fullur af lífi og góðum sálum.
Hafið alltaf góða daga kæru Ísfirðingar.
Nú fer að stittast í vetrardvölina á Spáni í Mudamiento, ég skrifa þaðan í vetur. Í sól og sumaryl.
Þetta er minn fæðingarbær og hér hef ég verið næstum alla mína ævi. Í hlíðinni fyrir ofan bærinn Litlurð og Stórurð voru mín leiksvæði í æsku. Fyrir utan það þegar maður stalst niður í fjöru. Þarna var gott að alst upp fá hús og lítill gróður. Nú er húsið sem ég fæddist í á kafi í trjám svo það er vont að taka af því mynd en það er Engjavegur 24. Þá var Engjavegurinn lokaður hjá Hreinshúsi og ef maður vildi heimsækja ömmu á Urðarveginum þá þurfti maður að fara niðður hjá Hertu húsi til að komast niður á Seljandsveg og svo úteftir og svo fór maður upp hjá Dægradvöl hús sem stóð þar lengi fallegt hús en var rifið fyrir mörgum árum síðan, eins var með Ömmuhús það stóð á horni Urðavegar og Engjavegar núna en var rifið líklega í kringum 1989 eða þegar amma fór á Hlíf II.
Engjavegurinn var líka efsta gatan í bænum, en fyrir ofan var sveitabærinn Hraunprýði, þar voru kindur og tún allt í kring.
Það var stundum erfitt að komast í skólann þegar maður var að byrja 6, 7 ára gömul og labba alla snjóskaflana upp í klof þegar mikill snjór var. Svo þegar maður var eldri þá þurfti maður líka að hlaupa heim í mat í hádeginu og aftur í skólann á klukkutíma, ekki skrítið að maður var grannur í þá daga. Alltaf hlaupandi til að koma ekki of seint.
En Ísafjörður á enn eftir eitthvað af sínum gömlu húsum og hér er fallegasti miðbær á Íslandi. Silfurtorgið gamli prófessorinn er farinn og hefði nú verið flott að hafa hann þar ennþá. Þar er yfirleitt alltaf fólk á góðum dögum börn að leik og fólk að rabba saman.
Ég skrapp upp á Dal á sunnudaginn (Seljalandsdal) en það var alltaf talað um að fara uppá Dal. Ég varð eiginlega sorgmædd að sjá bæði hvað skálinn er orðinn þreyttur og að ekki megi vera þar á svigskíðum lengur, en þetta er nú einn af þeim stöðum sem ól mann upp, alltf á skíðum. Þetta var og er alveg yndislegur staður, það eru mér víst margir sammála um. Fínar og góðar brekkur. Svo þegar lyftan kom þá sveif maður bara að þurfa ekki að labba upp úff þetta var alveg draumur.
Margar eru minningarnar frá þessum gömlu og góðu dögum og gæti maður skrifað margar síður um öll uppátækin og skemmtanirnar. Ísafjörður er og verður alltaf skemmtilegur og fallegur bær fullur af lífi og góðum sálum.
Hafið alltaf góða daga kæru Ísfirðingar.
Nú fer að stittast í vetrardvölina á Spáni í Mudamiento, ég skrifa þaðan í vetur. Í sól og sumaryl.