Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 30. desember 2010

Jólagleðin

Við jólatréð á aðfangadag
Við jólatréð á aðfangadag
« 1 af 10 »
Hér höfum við átt yndisleg og róleg jól borðað góðan mat, lesið og horft á sjónvarpið, gamlar góðar myndir og annað.
Það hefði nú mátt vera aðeins meiri sól, en við getum nú ekki kvartað þar sem mikill snjór hefur tafið margt fólk í því að geta hitt sína nánustu um jólin. Hér sjáum við engan snjó bara hitinn hefur farið niður í frostmark. Attaf fer maður að tala um veðrið.
Á aðfangadag vorum við hjá Helgu og Gumma og áttum þar yndislegt kvöld með syni þeirra Óðni, Ingibjörgu og Hauk, þetta var mjög hátíðlegt og ekki skemmdi nú kvöldið að borða hangikjöt með öllu tilheyrandi, þau komu meira að segja með Maltöl með sér, svo þetta var alveg fullkomið, takk fyrir þetta yndilega kvöld.
Á jóladagsmorgun fórum við í kirkju, jólamessu. Við vorum nú búin að reyna að spurja Fermín hvort það væri ekki messa, jú hann sagði að hún væri kl 10:30 á laugardag. Ég var löt og ætlaði varla að nenna, Dúddi fór á hjólinu til að gá hvort messan væri. Hann kom svo mæddur heim rak mig á fætur en ég svaf svo vært, og sagði að messan væri að byrja. Svo ég hentist á fætur, skvetti framan í mig ísköldu vatni og út í kirkju þá var fólkið bara að tínast inn. Svo allt í einu opnast hurð með látum og út svífur presturinn í fullum skrúða, syngjandi sálm og bara byrjar á þessum sálmi og allir tóku undir. Enginn kór og ekkert orgel en þetta var svo fallegt, að heyra hvað fólkið söng þetta vel, það voru nú nokkrar konur sem sungu áberandi mest, það var líklega kórinn blandaður saman við aðra. Kona fór með jólaguðspjallið höldum við, og það voru sungnir tveir sálmar, í einni ræðu prestsins komu þessar líka brjáluðu sprengirnar og skotið var upp rakettum, sem við sáum að voru tilbúnar fyrir utan þegar við fórum inn. Við hrukkum í kút og þá föttuðum við af hverju við heyrum svona oft sprengingar í hádeginu. Hvað um það þetta var voða fallegt allir fóru til altaris nema við, og svo þegar messan var að enda þá fóru allir í röð og presturinn hélt á dúkku sem á að tákna jesúbarnið og allir kysstu það. Hann hafði nóg að ger við að þurka löppina á dúkkunni. Ég fór nú bara þegar allir voru farnir og klappaði henni, og fór með mína bæn í huganum. Það er allstaðar í þessum kirkjum stytta af Maríu mey við altarið þar sem þetta er kaþólskt, en einnig er líka alltaf stytta af Jesú sem við förum líka til. Svo var farið farið heim og fengið sér snarl. Seinna um daginn birtust Svenni og Bogga í heimsókn þá voru þau að koma úr messu í Torrevieja og datt í hug að keyra í sveitina og heimsækja okkur, voða gaman að fá óvænta heimsókn á jóladag. Þau fengu kaffi og Ikea piparkökur með kaffinu og Turrón en það er eiginlega svona konfekt þeirra spánverja, eins og konfektið hjá okkur því þetta er mest borðað á jólunum, mjög gott og til í mörgum sortum.
Um kvöldið elduðum við svo okkar árlegu appelsínuönd, og frómas á eftir.
Síðan höfum við bara verið mest löt eins og á að vera á þessum dögum. Fórum reyndar í göngutúr um Gurdamar og skoðuðum virkið á hæðinni, það var bara góður göngutúr.
Á gamlárskvöld verðum við aftur hjá Helgu, Gumma og fjölskyldu ásamt fleiri gestum, og verður örugglega gaman þá.
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla, og öll innlitin á síðuna okkar, gaman að sjá hvað margir kíkja inn,, og verið nú dugleg að segja hæ.
Verð nú eiginlega að bæta við að Dúddi fékk stóru gjöfina í ár, nýtt Yamaha hljómborð, svo nú er hann farinn að æfa sig aftur.
Eigið góða daga og passið ykkur á rakettunum annað kvöld.