Ţórdís Guđmundsdóttir | sunnudagurinn 16. desember 2007
Jólaljós í Almoradí
Nú er kominn enn einn sunnudagur hér í sveitinni. Og er gaman að fylgjast með fjölskyldulífinu hér í kring. Hér býr að mestu eldra fólk, og svo koma öll börnin og barnabörnin í mat heim til mömmu og pabba á sunnudögum, og stendur þetta yfir allavega í næsta húsi svona frá 2 til 4 eða 5 svona eftir ástæðum líklega. Þetta minnir mann svolítið á sunnudagssteikina hjá mömmu læri eða hrygg, en þá voru engir með afkomendur með. Nágrannin er eldri maður ekta spánverji eins og maður hefur alltaf ýmindað sér þá þettur á velli og gengur um allt og skoðar akrana sína og reynkir stærðar vindil allan daginn. Á meðan er konan hans að þrífa og elda mat allavega hálfan daginn, en þá fara þær nágrannakonur í göngutúr eða sitja hér úti í horninu og spjalla mikið. Nágranninn kom í dag til Dúdda og færði honum þrjá ætiþirsla því hann er að mála sameiginlegan vegg, en það versta er að ég kann EKKERT með þá að fara, svo vinsamlegast ef þið vitið eitthvað um ætiþirsla sendið mér línu á silakot@gusti.is eða bendið mér á hvar ég finn eitthvað um þetta. þeir eru víst herramannsmatur þetta er hér á öðrum hverjum akri. Ég fékk mér einu sinni pizzu með þeim og hún var mjög góð.
Svo langar mig til að benda ykkur á svakalega góðan ávöxt sem hefur bara verið svona almennt ræktaður hér á Spáni frá 1957 eða eitthvað svoleiðis fyrst var hann bara tré í görðum en tréð kemur frá Kína hann heitir Persimmon eða Kaki sem hann er líka kallaður hann smakkast eins og ferskja, pera og aprikósa, mikið af vitamínum í honum sérstaklega A vitam. Ég borða einn á dag.
Svo ætla ég að setja eina mynd af fallegustu gluggaskreytinu sem ég hef séð fyrir jól við fórum inn í búðina og fengum að taka mynd af jólasögunni ef þetta kemur vel út sjáið þið hvað þetta er flott. En þetta er í voða fínni gardínubúð hjá öllum husgagnaverslunum hérna rétt hjá.
Nú er bara afslappelsi ég sit og blogga eða prjóna og Dúddi les og heldur arineldinum við. En við kveitum upp kl. 5 í dag svo sitjum við bara hér í eldhúsinu en hér er fínn sófi ennþá.
Ekki lengra í dag og Halla takk fyrir uppskriftina og Jón ertu búinn að baka fyrir okkur rommkökur? hver er prósentan.
Svo langar mig til að benda ykkur á svakalega góðan ávöxt sem hefur bara verið svona almennt ræktaður hér á Spáni frá 1957 eða eitthvað svoleiðis fyrst var hann bara tré í görðum en tréð kemur frá Kína hann heitir Persimmon eða Kaki sem hann er líka kallaður hann smakkast eins og ferskja, pera og aprikósa, mikið af vitamínum í honum sérstaklega A vitam. Ég borða einn á dag.
Svo ætla ég að setja eina mynd af fallegustu gluggaskreytinu sem ég hef séð fyrir jól við fórum inn í búðina og fengum að taka mynd af jólasögunni ef þetta kemur vel út sjáið þið hvað þetta er flott. En þetta er í voða fínni gardínubúð hjá öllum husgagnaverslunum hérna rétt hjá.
Nú er bara afslappelsi ég sit og blogga eða prjóna og Dúddi les og heldur arineldinum við. En við kveitum upp kl. 5 í dag svo sitjum við bara hér í eldhúsinu en hér er fínn sófi ennþá.
Ekki lengra í dag og Halla takk fyrir uppskriftina og Jón ertu búinn að baka fyrir okkur rommkökur? hver er prósentan.