Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 24. desember 2008

Jólin 2008

Jólarósin
Jólarósin
« 1 af 5 »

GLEÐILEG JÓL!

FELIZ NAVIDAD!


Kæru ættingjar og vinir!


Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla
og megi Guð vaka yfir ykkur þessa hátíðardaga.

Jólahátíðin er gengin í garð hjá okkur, við fórum í íslenska jólaguðsþjónustu
í sænsku kirkjunni í Torrevieja kl 12.00, var það mjög hátíðlegt og
prestur var séra Ragnheiður Karítas Pétursdóttir.
Þegar Heims um ból var sungið þá komu nokkur tár í augun.
Og þá hugsaði maður mikið heim.
Við erum nú hér tvö heima að elda okkur hátíðamat
Stórar rækjur að hætti spánverja
Appelsínuönd eftir spánskri uppskrif
og svo hinn hefðbundi anansfrómas
sem ég hef búið til í manna minnum.
En elsku ættingar og vinir við söknum ykkar allra og hugsum mikið heim til ykkar.
Sérstaklega á Ísafjörð og vitum að hann er fallegastur allra fjarða.
Guð veri með ykkur nú og alla daga.

Góður aðfangadagur vonandi hjá okkur öllum.