Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 24. desember 2012

Jólin 2012

Jólatréð í stofu stendur
Jólatréð í stofu stendur
« 1 af 12 »



Gleðileg Jól


Feliz navidad


Kæru börn, barnabörn, aðrir ættingjar og vinir, við óskum ykkur innilegra Gleðilegra Jóla og farsældar á næsta ári og þökkum kærlega fyrir hittinga og aðra gleðifundi á liðnu ári og megi þeir verða fleiri á því næsta.

Nú höldum við Dúddi jól í fyrsta skipti í 5 ár á Íslandi og mikið er gaman að vera  með öllu fólkinu sínu hérna, þetta er auðvitað svolítið meira stress en maður er búinn að venja sig á en allt ósköp fallegt, allir taka svo vel á móti okkur og við fáum marga knúsa sérstaklega frá börnunum ungu.
Við erum búinn að fá fullt af góðum mat. 'I gær fórum við í skötuveislu til Hörpu og Baldurs og þar hittum við margt skemmtilegt fólk. Eftir það fórum við aðeins til Helenu og svo hingað á Bifröst þar sem við verðum á aðfangadagskvöld og fram á jóladag, en þá förum við til Atla og Eddu og síðan til Helenu á annan. Því miður gleymdum við að taka myndir þegar við hittum Hektor og Hildi síðast en þær koma bara næst.
Til Ísafjarðar förum við svo eftir hitting með Dúdda systrum og fjölskyldu og við erum bara dugleg að hitta fólkið okkar þessi jól. 
Vonandi heldur veðrið sér í skefjum svo við komumst alla leið vestur því þar bíða fleiri fjölskyldumeðlimir sem þarf að hitta. 
Það er hægt að segja að það er munur á jólum hér og á Spáni þar sem fáir ættingjar eru þar en ekki þetta stress eins og hér og lítið að gera, jú maður býr til Frómas og steikir eitthvert kjöt, en maður sleppur alveg við alla þessa brjálðuðu umferð eins og er hér í borginni, ég var orðin taugaveikluð af öllum þessum látum. En það er rólegt hér í sveitinni á Bifröst. 
Var voða dugleg í gær og gerði 2 skammta af bæði Ís og frómas fyrir allt liðið mitt. En við ætlum að hittast hjá Atla á morgun, Þvi miður kemst Helena ekki hún fer til Þorlákshafnar að hitta Harrys fjölskyldu.
Eigið góða jóladaga og Guð blessi ykkur öll nær og fjær.