Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 20. desember 2009

Jólin að koma

Helga í Mudamiento
Helga í Mudamiento
« 1 af 10 »
Já nú er kátt í höllinni. Helga og Lilli komu í heimsókn á fimmtudaginn og verða fram í janúar svo það er mikil gleði hér nú.
Við fórum á markaðinn á laugardag og einnig í dag sunnudag. Einn daginn fórum við á litla barinn hér í Mudamiento og þá var búið að kveikja á jólaljósunum og bærinn er voða fínn. Annars er kuldaboli hérna ennþá og er víst ekkert að fara sá leiðindagaur. Mætti ég nú heldur biðja um nokkra jólasveina til að syngja fyrir mig.
Það var verið að opna Balén (Balén er jólaskeyting spánverja en þar er sagt frá fæðingu Jesú ótrúlega fallegt)hér í Almoradí á laugardaginn með hátíðahöldum kórsöng og fl. einnig voru opnir sýnigarbásar með ýmsum varning sem er búinn til hér á svæðinu, og set ég inn eina  mynd af guðdómlega fallegri handavinnu konan sýndi mér þetta og hún saumar þetta út með nál og tvinna þetta er svo fínt og fallegt að ég varð bara stopp,  hef alltaf haldið að svona lagað sé gert í saumavél.
Á laugardaginn áttu okkar góðu gestir 39 ára brúðkaupsafmæli og það var auðvitað haldið uppá það með pompi og brakt. Kampavíni, skeljaforréttur og svínahryggur með góðu rauðvíni auðvitað.
Við fórum svo á markaðinn í dag og löbbuðum um en það var bara svo fj. kalt að við stoppuðum ekki lengi og fórum bara í smá bíltúr um svæðið. Dúddi og Lilli fóru svo á æfingasvæðið á La Finca golfvellinum og slóu nokkra bolta á meðan gengum við Helga frá jólagjöfunum , dúlluðum okkur hér og hlustuðum á íslensk jólalög.
Hér er nú ekki mjög jólalegt með útsprungin blóm og græna akra allt í kring, en við erum búinn að skreyta jólatréð og skreyta aðeins. Það eina sem minnir á jólin er það hvað það er kallt úti.
Eigið góða daga svona rétt fyrir jólin.