Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 24. desember 2010

Jólin, jólin allstaðar

Jólatréð í stofu stendur
Jólatréð í stofu stendur
« 1 af 4 »


                                    GLEÐILEG JÓL



                                    FELIZ NAVIDAD



Kæru ættingjar, vinir og aðrir sem heimsækja þessa síðu Gleðileg jól og hafið það sem best um hátíðirnar. Verum góð við hvort annað og skemmtum okkur vel. Það er alltaf gaman að hitta góða vini og ættingja um jólin og njótum þess.

Við fórum í gær og fengum nasaþef af jólunum eins og venja er frá okkar heimabyggð og borðuðum Þorláksmessuskötu hún var vel kæst og góð þetta var á íslenskum veitingastað sem heitir Caruso og er í Torrevieja. Þarna voru á milli 30 og 40 manns og allir ánægðir. Þarna hittum við frændur mína úr Hnífsdal Magga og Óla Sig. Sveins og sonur Magga og frú voru líka með. Það var gaman að sjá ættingja sína þarna, þó við höfum nú ekki mikið samband.
Nú er ég að sjóða rauðskálið, fromasinn var gerður í gær bæði anans og jarðarberja svo klárum við að pakka inn gjöfunum og þá er bara allt klárt. Við þurfum ekki að hugsa um að elda í dag því okkur er boðið í hangikjöt og tilheyrandi til Helgu og Gumma og verður gaman að vera með þeim ásamt Óðni syni þeirra Ingibjörgu og Hauk.
Takk fyrir öll innlitinn og fyrir komment á síðuna.
Eigið góða jólahelgi hugurinn er hjá ykkur, og Guð geymi ykkur öll.