Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 19. desember 2011
Jólin nálgast
Nú erum við komin heim eftir langa útlegð í vinnu og öðru skemmtilegu. Dúddi er búin að laga eldhúsið í gamla húsinu og er það orðið mjög fínt og flott. Nýr vaskur og nýjar borðplötur og ýmsilegt annað sem var dittað að í leiðinni.
Við vorum duglega að nota tímann líka til að fara á hitting og hitta annað fólk og kynnast nýju og að sjálfsögðu spila minigolf en okkur fer bara vel fram í þeirri iþrótt enda mjög gaman að reyna að keppa við þau bestu.
Veðrið hefur bara verið fínt í desember hlýtt og sól, miklu betra en í fyrra. ÞAð er aðeins kalt í dag en á að hlýna aftur á morgun segja veðurfræðingar ef þeir eru ekki að ljúga hér eins og heima. Ég sat úti í garði á fimmtudaginn og prjónaði og heyrði þá svo fallegan fuglasöng að hann minnti mig bara á vorið heima á Íslandi en það er víst langt í það held ég.
Hér var öll stórfjölskyldan hans Fermíns í gær og mikið fjör. Litlu strákarnir eru alveg hættir að vera feimnir við okkur, þeir eru komnir hingað inn í eldhús áður en við vitum af og jafnvel farnir að betla nammi, það er nú ekki mikið spennandi til hér á þessum bæ allt íslenska nammið búið.
Fermín var að koma með fulla fötu af appelsínum svo nú er nóg til hér og Dúddi fór með honum til að skera hvítlauk svo það verður nóg til af honum líka, hann er svo góður þessi sem eru eins og vorlaukur í laginu svo sætur og mildur. Síðast fengum við fullt af sætum kartöflum.
Það er ansi gaman í skólanum núna hjá Sylviu, hún lét okkur hafa viðlagið við lag sem var vinsælt hérna fyrir nokkrum árum og svo áttum við að finna þetta á youtube og skrifa niður orðin sem við þekktum og náðum í textanum, svo nú er ég búinn að hlusta á þetta lag mörgum sinnm, það eru nú mörg orð sem ég næ og einnig líka mörg orð sem ég næ en veit ekkert hvað þau þýða en Lagið heitir Una rosa es una rosa og hljómsveitin Mecano ef ykkur langar til að heyra lagið, það er alveg ekta spænskt lag og fallegt líka.
Það eru bara gamlar myndir sem fylgja þessu bloggi því það hafa bara verið teknar myndir af eldhúsinu frá því að ég skrifaði síðast enda lítið annað verið að gera en klára þetta verkefni. Myndirnar sem fylgja eru teknar í golfferðinni okkar í október.
Í kvöld erum við svo að fara að keyra Unnstein og Rut út á völl en þau ætla að vera heima um jólin en koma aftur þann 4 jan. þá förum við að sækja þau aftur á völlinn.
Og í kvöld kemur skatan mikið hlakkar mig til, skrifa þegar skötuveislan er búin á Þorlák.
Guð veri með ykkur og eigið góða daga til jóla.
Við vorum duglega að nota tímann líka til að fara á hitting og hitta annað fólk og kynnast nýju og að sjálfsögðu spila minigolf en okkur fer bara vel fram í þeirri iþrótt enda mjög gaman að reyna að keppa við þau bestu.
Veðrið hefur bara verið fínt í desember hlýtt og sól, miklu betra en í fyrra. ÞAð er aðeins kalt í dag en á að hlýna aftur á morgun segja veðurfræðingar ef þeir eru ekki að ljúga hér eins og heima. Ég sat úti í garði á fimmtudaginn og prjónaði og heyrði þá svo fallegan fuglasöng að hann minnti mig bara á vorið heima á Íslandi en það er víst langt í það held ég.
Hér var öll stórfjölskyldan hans Fermíns í gær og mikið fjör. Litlu strákarnir eru alveg hættir að vera feimnir við okkur, þeir eru komnir hingað inn í eldhús áður en við vitum af og jafnvel farnir að betla nammi, það er nú ekki mikið spennandi til hér á þessum bæ allt íslenska nammið búið.
Fermín var að koma með fulla fötu af appelsínum svo nú er nóg til hér og Dúddi fór með honum til að skera hvítlauk svo það verður nóg til af honum líka, hann er svo góður þessi sem eru eins og vorlaukur í laginu svo sætur og mildur. Síðast fengum við fullt af sætum kartöflum.
Það er ansi gaman í skólanum núna hjá Sylviu, hún lét okkur hafa viðlagið við lag sem var vinsælt hérna fyrir nokkrum árum og svo áttum við að finna þetta á youtube og skrifa niður orðin sem við þekktum og náðum í textanum, svo nú er ég búinn að hlusta á þetta lag mörgum sinnm, það eru nú mörg orð sem ég næ og einnig líka mörg orð sem ég næ en veit ekkert hvað þau þýða en Lagið heitir Una rosa es una rosa og hljómsveitin Mecano ef ykkur langar til að heyra lagið, það er alveg ekta spænskt lag og fallegt líka.
Það eru bara gamlar myndir sem fylgja þessu bloggi því það hafa bara verið teknar myndir af eldhúsinu frá því að ég skrifaði síðast enda lítið annað verið að gera en klára þetta verkefni. Myndirnar sem fylgja eru teknar í golfferðinni okkar í október.
Í kvöld erum við svo að fara að keyra Unnstein og Rut út á völl en þau ætla að vera heima um jólin en koma aftur þann 4 jan. þá förum við að sækja þau aftur á völlinn.
Og í kvöld kemur skatan mikið hlakkar mig til, skrifa þegar skötuveislan er búin á Þorlák.
Guð veri með ykkur og eigið góða daga til jóla.