Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 11. desember 2013

Jólin nálgast

Þarna er verið að undirbúa hampinn hrista úr honum rusl.
Þarna er verið að undirbúa hampinn hrista úr honum rusl.
« 1 af 10 »
Það hefur verið mikið að gera hjá frúnni sé ég, það hefur engin tími gefist hjá henni til að skrifa hér inn nokkrar línur, en svona er þetta stundum.
Nú er ég búin að tala prófið í spænsku 203 og þurfti ég að hafa mikið fyrir því að læra undir það því ég var orðin svo mikið á eftir út af rugli í mér og tölvunni. En ég sem sagt tók skriflegt próf, hlustunarpróf í gegnum tölvuna og svo munnlegt próf sem tók mig marga klukkutíma að reyna að gera, prófa margt í minni tölvu sem ekkert gekk og svo að fara og fá að gera þetta í pc tölvu sem ekkert gekk heldur, þá var bara talað við Ágúst minn þessa elsku og hann sagði mér hvernig ég gæti gert þetta og það tók þá 5 mín. að lesa inn þetta litla sem ég þurfi að segja tók 1 og 1/2 mín. Ég var nú að verða svolítið pirruð ég verð nú að viðurkenna það langaði bara til að hætta við þetta allt á síðustu mínútunum, svo kemur bara í ljós í næstu viku hvernig þetta gekk hjá mér.
Annars er lífið bara ljúft og gott hér þó kalt sé orðið í húsum á næturnar en þá er bara að kynda svolítið, annars er ótrúlegt hvað maður venst þessu vel og sefur miklu betur í smá kulda heldur en í þessum hita í húsum á Íslandi, prófið bara að sofa við opinn glugga með 12-15 gr. í herberginu.
Við fórum annars í afmælisveislu til Felí eða við buðum henni og fjölskyldu á veitingastað að borða það var voða gaman og góður matur. Einnig voru með okkur Þóra og Stefán sem eiga heima í Emburiabrava skemmtilegum bæ rétt sunnan til við Frakkland. Þau voru svo góð að leyfa okkur að gista hjá sér þegar við vorum að keyra bílinn heim til Íslands, við vorum  hjá þéim í þrjá daga, yndislegur tími. Það var svo gaman að hitta þau svo hér og fórum við með þeim út að borða og einnig með Helgu og Gumma og skemmtum okkur mjög vel. Takk fyrir samveruna Þóra og Stéfán.
Það var gaman hérna einn laugardaginn þegar við fórum á markaðinn þá var verið að sýna allavega vinnu úr hampi og hvernig þeir búa til garnið úr honum á gamla mátann, rifjaðist nú upp gamlar endurminningar frá Netagerðinni en svona var til þar. Og munið þið ekki eftir svona hampi sem hægt var að geyma greiðurnar í með hring og slaufu?
Þarna var einnig verið að sauma undir skóna sem hægt er að kaupa hér í öllum strandbúðum, allt handgert og ábyggilega ekki auðvelt. Þarna sátu konur á stólum við að hnýta net, mig langaði nú til að fá að taka í og gá hvort maður er búin að gleyma þessu! 
Rétt í þessu var verið að færa stóra kalkúnin til slátrunar hann var að verða of stór fyrir búrið, það er jólamaturinn þeirra hérna við hliðina.
Nú eru jólapakkarnir farnir af stað til Íslands en jólakortin gleymdust, sko að skrifa þau líka. En jólin koma samt við verðum bara tvö hér á aðfangadagskvöld það er bara allt í lagi við erum með góða granna þar sem fjör er. Svo verðum við líklega með smá jólafjör hér á jóladag, kemur allt í ljós ekkert stress hér. Kannski baka ég piparkökur til að fá smá jólalykt hér í hús.
Jólarósirnar eru komnar í hús ein úti og ein inni.
Eigið góða daga í jólaundirbúningi og verið ekkert að stressa ykkur á þessu,
jólin koma samt og slappið bara af og njótið þeirra.