Ţórdís Guđmundsdóttir | mánudagurinn 12. janúar 2009
Jólin, skólinn, og fleira
Mig langar til að segja ykkur aðeins frá síðasta degi jóla hér á Spáni, þó þeir haldi ekki upp á þrettándann þá er 6. janúar hátíðisdagur hér, svokallaður gjafadagur en þá er öllum færðar gjafir, það sem ekki tíðskast hjá spánverjum á jólunum.
Um kvöldið 5. janúar er farin skúrðganga líklega í hverjum bæ og hverri borg Spánar en það er þegar "Los Reyes Margos" eða hinir 3 konungar koma með nammi til að gefa börnunum. Þeir eru á flottum vögnum allavega skreyttum og henda nammi til barnanna. Það eru líka allavega persónur með í skrúðgöngunni. Þar með taldir, Súpermann, Batmann, og Spidermann allir saman en það hef ég nú ekki séð áður, mér sýndist líka vera þarna lítill Zorro.
Þarna voru líka flottar dráttarvélar "John Deare" ég set hér eina mynd með fyrir Sigga frænda Sveins. en hann er áhugamaður um dráttarvélar og á víst nokkrar sjálfur en líklega ekki þessa tegund.
Myndirnar af þessu eru svolítið dökkar en það var komið myrkur.
Hér á Spáni hefur verið ansi kalt, og hefur verið gaman að fylgjast með fréttum þar sem verið er að segja frá ófærð á vegum. Margir bílar sátu fastir í löngum röðum og einn hafði komist 200 metra á 45. mín. Þetta er nú ekki mikill snjór á okkar mælikvarða, en hér alveg nóg til að stoppa allt meira að segja flugið í Madrid. En hér snjóar mest í logndrífu og varla sést út úr augum eins og góður regnskúr, bara hvítur. Einhver sagði að svona kuldi hafi ekki komið hér 35 ár. Ég trúi því alveg.
Jæja, það var sest á skólabekk í dag, fyrsta sinn í mörg mörg ár og var þetta bara ansi gaman. Við erum líklega 50 manns í bekknum, kennarinn situr upp á sviði talar í míkrófón og er með skjávarpa og talar við okkur, við höldum að þetta líkist svona fyrirlestrum í háskólum, þannig að við erum bara fljót að komast upp menntaveginn. Við erum svo látinn segja allt upp eftir kennaranum þegar hún er búinn að þylja yfir okkur. Ég hugsa nú að við lærum jafn mikið í ensku og spænsku því allt fer þetta fram á ensku og við erum trúlega þau einu sem ekki eru með ensku sem móðurmál í þessum bekk. Skólasystkinin er öll á svipuðum aldri og við ef ekki eldri. Skólinn er til húsa á veitingastað sem heitir Los Arcos og erum við þar í stórum sal. Við þóttumst vera orðin svo góð að við fórum ekki alveg á byrjendanámskeið heldur á 2 stig. Meira um skólann seinna.
"I don't believe it!" er fyrirsögn í ensku blaði sem hér er gefið út og heitir Perfection. Við fundum þetta blað óvart einn daginn í byggingavöruverlsun. Þessi grein fjallar um þurkaðan appelsínu og sítrónubörk og til hvers hann er notaður og hugsið ykkur hann er ekki notaður í marmelaði heldur aðallega í byssupúður. Börkurinn er mjög eldfimur þegar hann hefur verið þurkaður í sólinni í 15 daga. Einnig er hægt að nudda honum á sig fyrir nóttina til varnar moskító. Það er svo gefið margt annað upp sem hægt er að nota hann til.
Svo fórum við í 2 ára afmæli hjá Ivan á sunnudaginn, orðin stór strákur.
Góður dagur með sól fyrsta skóladaginn.
Um kvöldið 5. janúar er farin skúrðganga líklega í hverjum bæ og hverri borg Spánar en það er þegar "Los Reyes Margos" eða hinir 3 konungar koma með nammi til að gefa börnunum. Þeir eru á flottum vögnum allavega skreyttum og henda nammi til barnanna. Það eru líka allavega persónur með í skrúðgöngunni. Þar með taldir, Súpermann, Batmann, og Spidermann allir saman en það hef ég nú ekki séð áður, mér sýndist líka vera þarna lítill Zorro.
Þarna voru líka flottar dráttarvélar "John Deare" ég set hér eina mynd með fyrir Sigga frænda Sveins. en hann er áhugamaður um dráttarvélar og á víst nokkrar sjálfur en líklega ekki þessa tegund.
Myndirnar af þessu eru svolítið dökkar en það var komið myrkur.
Hér á Spáni hefur verið ansi kalt, og hefur verið gaman að fylgjast með fréttum þar sem verið er að segja frá ófærð á vegum. Margir bílar sátu fastir í löngum röðum og einn hafði komist 200 metra á 45. mín. Þetta er nú ekki mikill snjór á okkar mælikvarða, en hér alveg nóg til að stoppa allt meira að segja flugið í Madrid. En hér snjóar mest í logndrífu og varla sést út úr augum eins og góður regnskúr, bara hvítur. Einhver sagði að svona kuldi hafi ekki komið hér 35 ár. Ég trúi því alveg.
Jæja, það var sest á skólabekk í dag, fyrsta sinn í mörg mörg ár og var þetta bara ansi gaman. Við erum líklega 50 manns í bekknum, kennarinn situr upp á sviði talar í míkrófón og er með skjávarpa og talar við okkur, við höldum að þetta líkist svona fyrirlestrum í háskólum, þannig að við erum bara fljót að komast upp menntaveginn. Við erum svo látinn segja allt upp eftir kennaranum þegar hún er búinn að þylja yfir okkur. Ég hugsa nú að við lærum jafn mikið í ensku og spænsku því allt fer þetta fram á ensku og við erum trúlega þau einu sem ekki eru með ensku sem móðurmál í þessum bekk. Skólasystkinin er öll á svipuðum aldri og við ef ekki eldri. Skólinn er til húsa á veitingastað sem heitir Los Arcos og erum við þar í stórum sal. Við þóttumst vera orðin svo góð að við fórum ekki alveg á byrjendanámskeið heldur á 2 stig. Meira um skólann seinna.
"I don't believe it!" er fyrirsögn í ensku blaði sem hér er gefið út og heitir Perfection. Við fundum þetta blað óvart einn daginn í byggingavöruverlsun. Þessi grein fjallar um þurkaðan appelsínu og sítrónubörk og til hvers hann er notaður og hugsið ykkur hann er ekki notaður í marmelaði heldur aðallega í byssupúður. Börkurinn er mjög eldfimur þegar hann hefur verið þurkaður í sólinni í 15 daga. Einnig er hægt að nudda honum á sig fyrir nóttina til varnar moskító. Það er svo gefið margt annað upp sem hægt er að nota hann til.
Svo fórum við í 2 ára afmæli hjá Ivan á sunnudaginn, orðin stór strákur.
Góður dagur með sól fyrsta skóladaginn.