Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 27. október 2009

Kirkjuferð

Frá göngugötunni í Almoradí á laugardag
Frá göngugötunni í Almoradí á laugardag
« 1 af 8 »
Hér hefur nú verið ósköp rólegt yfir okkur, enda ansi heitt úti miðaða við árstíma þetta 24-28 gr. á hverjum degi sól og logn.
Ekki hægt að hafa það betra. Sl. föstudag fórum við aðeins á hitting íslendinga í La Marina og hittum þar fólkið sem við þekkjum þar og þáðum kaffi og meðí hjá Kristrúnu og Högna, Þar hittum við líka Auðunn og Fríður, gaman að hitta þau öll aftur eftir sumarfrí.
Á sunndagsmorgun fórum við svo í íslenska guðsþjónustu í Norsku kirkjunni og orgelleikarinn var finnskur, sandinavískt.
Þetta var voða falleg messa presturinn hún Ragnheiður Karitas er alveg einstaklega ljúf og góð, en hún er prestur á Hellissandi og einnig hér. Það er búið að æfa hér kór til að syngja við messur og var þetta mjög fallega gert, en kirkjugestir voru líka duglegir að syngja með, síðasti sálmurinn var, Ísland ögrum skorið, og var þá tekið hressilega undir af öllum.
Eftir messu seldu svo norðmenn okkur kaffi og vöfflur sem smökkuðust mjög vel, en þeir eru hér með allskonar styrktarverkefni, og svo erum við að borga fyrir aðstöðuna í leiðinni, mjög skemmtilegur sunnudagsmorgun, eins að hitta þarna fullt af löndum sínum.
Síðan ákváðum við að fara í göngutúr á La Marina ströndinni, hringdum í Helgu og Gumma og þá voru þau á leiðinni á sama stað að labba, svo við skelltum okkur í góðan göngutúr saman. Þarna gat að líta fullt af nöktu fólki sem mér fannst nú ekkert fallegt að sjá, allt gamlir kroppar bæði karlar og konur þau ættu nú bara að fara í skýlu til að hylgja þessar bumbur og fleira, nei segi svona, maður má nú ekki vera með fordóma, en þetta er ljótt, á fallegri strönd.
En svona er lífið, hver verður að fá að hafa sína hentisemi, við búum við lýðræði hér. Ég tók nú engar myndir af þessu en þið hafið það bara í huganum.
Við fórum svo hingað heim Helga og Gummi höðfu keypt kjúkling á markaðnum og var hann borðaður hér með bestu lyst.
Verð að segja ykkur aðeins frá ísskápnum, hann er líklega ónýtur, í frystihólfinu eru 4 gr. hiti og vill ekki fara neðar. Kælirinn er líklega svona 10 gr.  Hann var voða fínn fyrst,fór á fullt og frysti en nú búmm, bara búinn áþví.
Dúddi er búinn að prufa allt sem honum dettur í hug en hann er ekki rafvirki bara bifvélavirki svo hann verður líklega að gefast upp þó það sé nú varla til í hans heilabúi. Við fengum gefins ískáp í vetur og hann er þannig að hann er mjög góður frystir en kælir ekki skápinn, svo hér er allt undir skemmdum en sem betur fer hefur ekki verið mikið keypt í einu.
Nú vaknar maður snemma á morgnana því klukkunni var seinkað og við ekki búinn að koma heilanum í samband við nýja tímann. Nú er bara klukkutíma mismunur á okkur og Íslandi.
Nú skulum við eiga nokkra ísskápsdaga saman.