Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 19. september 2012
Komin heim
Þá erum við komin heim í húsið á Spáni, og tók bæði veðrið og allt vel á móti okkur. Elsku Fermín beið hérna fyrir utan og faðmaði okkur eða heilsaði eins og spánverjar gera og brosti út að eyrum. Það var líka ósköp gott að hitta hann aftur. Það kom auðvitað stærðar melóna til okkar daginn eftir og var hún rauð og safarík.
Annars hefur verið bara mikið að gera síðan við komum Helga og Lilli komu með sömu vél og við og eru hér hjá okkur. Það var öllum jaskað út til að koma öllu í lag en það leit samt alveg svakalega vel út allt. Atli Geir og fjölskyla voru hér í byrjun ágúst í svakalegum hitum og tók vel til eftir sig ekkert uppá það að klaga, og þá komum við líka að öllu fínu. Hér er voða heitt núna 30 gr. hiti næstum sólarlaust, og við sitjumnú að mestu bara inni á heitasta tímanum. Við höfum fengið góða gesti Eiríkur Sig. frá Ísafirði og konan hans Sigrún komu hingað á laugardaginn gistu og borðuðu með okkur kvöldverð og var það mjög skemmtileg kvöldstund. Við fórum svo öll á sunnudagsmarkaðinn daginn eftir. Takk fyrir komuna og skemmtiegt kvöld.
Svo kíktu í gær Elinborg og Valgeir Jónasar. smá stund og var gaman að sjá þau og að rata alla leið finnst mér nú bara frábært. Nú ætlum við að fara í smá ferðalag um norður Spán og er ekki vitað nákæmlega um alla staðina sem við ætlum að heimsækja een þetta veerður ábyggilega mjög gaman og fróðleg ferð. Það á að leggja í hann á nýja bílnum sem heitir Zeta Johns. en er víst Citroen Xara. en hitt nafnið er miklu fínna finnst mér.
Nóg í bili ferðasagan kemur næst.
Eigið góða daga og farið vel með ykkur.
Annars hefur verið bara mikið að gera síðan við komum Helga og Lilli komu með sömu vél og við og eru hér hjá okkur. Það var öllum jaskað út til að koma öllu í lag en það leit samt alveg svakalega vel út allt. Atli Geir og fjölskyla voru hér í byrjun ágúst í svakalegum hitum og tók vel til eftir sig ekkert uppá það að klaga, og þá komum við líka að öllu fínu. Hér er voða heitt núna 30 gr. hiti næstum sólarlaust, og við sitjumnú að mestu bara inni á heitasta tímanum. Við höfum fengið góða gesti Eiríkur Sig. frá Ísafirði og konan hans Sigrún komu hingað á laugardaginn gistu og borðuðu með okkur kvöldverð og var það mjög skemmtileg kvöldstund. Við fórum svo öll á sunnudagsmarkaðinn daginn eftir. Takk fyrir komuna og skemmtiegt kvöld.
Svo kíktu í gær Elinborg og Valgeir Jónasar. smá stund og var gaman að sjá þau og að rata alla leið finnst mér nú bara frábært. Nú ætlum við að fara í smá ferðalag um norður Spán og er ekki vitað nákæmlega um alla staðina sem við ætlum að heimsækja een þetta veerður ábyggilega mjög gaman og fróðleg ferð. Það á að leggja í hann á nýja bílnum sem heitir Zeta Johns. en er víst Citroen Xara. en hitt nafnið er miklu fínna finnst mér.
Nóg í bili ferðasagan kemur næst.
Eigið góða daga og farið vel með ykkur.