Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 10. júní 2010
Komin heim á Ísafjörð
Loksins nenni ég að skrifa eitthvað, og svona láta vita af okkur, ég er nú ekki alveg hætt að blogga en maður tekur sér nú smá frí svona yfir sumarið. Hér er nefnilega svo ansi mikið að gera að maður gefur sér ekki tíma til að setjast niður og skrifa.
Við komumst heil heim með flugi sm seinkaði aðeins um klukkutíma. Það tóku við heimsóknir og hitta barnabörnin sem biðu spennt eftir afa og ömmu og því sem leyndist í tökunni hjá þeim. Bjarney Kata var fyrst því þar gistum við hjá Eddu þar sem Atli Geir fór til útlanda sama morgun og við komum. Á kosningadag fórum við svo til Hafnarfjarðar og hittum Jón, Ástu, Gurrý og Róbert. Seinnipartinn var svo farið til Helenu og Harry þar var okkur boðið i grillmat gott lambakjöt og kræsingar. Þar var búið a kaupa trampolín sem afi setti saman fyrir börnin, við mikinn fögnuð og mikið var hoppað bæði afi og pabbinn reyndu líka og gekk bara sæmilega. Þá var horft á Eurovision og kosningasjónvarp en líka farið snemma að sofa þetta var bara leiðinlegt sjónvarpsefni. Á sunnudeginum fór svo Dúddi upp í Hvalfjörð með fríðu föruneyti, að skoða pallavinnu, sem hann ætlar að taka að sér fyrir Helgu Þurý. Ég var heima og beið eftir að hitta Aron Viðar en hann var að keppa í fótbolta og gekk bara vel hann kom heim með verðlaunapening. Svo var bara verið að snattast eins og gengur í borginni. Við erum svo heppin að eiga góða vini sem lánuðu okkur bílinn sinn þar sem við eigum bara húsbílinn en hann var geymdur inní bústað. Á þriðjudeginum fórum við til jarðarfarar Gunnu frænku í Keflavík hún var móðursystir mín sem mér þótt afarvænt um. Hún hét Guðrún Elísa Ólafsdóttir og bjó flest sín búskaparár í Keflavík, blessuð sé minning hennar.
Heim á leið fórum við svo á miðvikudag samferða Önnu Lóu systir minni og Gulla, það var bara keyrt eins og leið lá vestur á Ísafjörð fallegasti bær í heimi sem kúrir í faðmi fjalla blárra.
Það hefur nú verið ansi mikið að gera síðan við komum heim, það var auðvitað farið strax daginn eftir inní Skötufjörð til að huga að bílnum og vita hvernig sumarbústaðurinn kæmi undan vetri, allt var í fínu lagi. Saga kom með til að hjálpa til. Það var auðvitað vitað að það þyrfti að taka bílinn í gegn og það hefur Dúddi verið að gera alla daga síðan. Við komum aftur í bæinn til að laga bremsur, svo fórum við inneftir á laugardaginn og komum heim aftur á þriðjudag. Nú er búið að gera húsið í stand fyrir sumarið og laga bílinn líka. Við verðum hér á Ísó fram yfir helgi til sýna okkur og sjá aðra og upplifa stemminguna á Ísafirði. Í dag er hér skemmtiferðaskip og bærinn er fullur af fólki.
Gott í bili eigið góða daga elskurnar það ætlum við að gera.
Við komumst heil heim með flugi sm seinkaði aðeins um klukkutíma. Það tóku við heimsóknir og hitta barnabörnin sem biðu spennt eftir afa og ömmu og því sem leyndist í tökunni hjá þeim. Bjarney Kata var fyrst því þar gistum við hjá Eddu þar sem Atli Geir fór til útlanda sama morgun og við komum. Á kosningadag fórum við svo til Hafnarfjarðar og hittum Jón, Ástu, Gurrý og Róbert. Seinnipartinn var svo farið til Helenu og Harry þar var okkur boðið i grillmat gott lambakjöt og kræsingar. Þar var búið a kaupa trampolín sem afi setti saman fyrir börnin, við mikinn fögnuð og mikið var hoppað bæði afi og pabbinn reyndu líka og gekk bara sæmilega. Þá var horft á Eurovision og kosningasjónvarp en líka farið snemma að sofa þetta var bara leiðinlegt sjónvarpsefni. Á sunnudeginum fór svo Dúddi upp í Hvalfjörð með fríðu föruneyti, að skoða pallavinnu, sem hann ætlar að taka að sér fyrir Helgu Þurý. Ég var heima og beið eftir að hitta Aron Viðar en hann var að keppa í fótbolta og gekk bara vel hann kom heim með verðlaunapening. Svo var bara verið að snattast eins og gengur í borginni. Við erum svo heppin að eiga góða vini sem lánuðu okkur bílinn sinn þar sem við eigum bara húsbílinn en hann var geymdur inní bústað. Á þriðjudeginum fórum við til jarðarfarar Gunnu frænku í Keflavík hún var móðursystir mín sem mér þótt afarvænt um. Hún hét Guðrún Elísa Ólafsdóttir og bjó flest sín búskaparár í Keflavík, blessuð sé minning hennar.
Heim á leið fórum við svo á miðvikudag samferða Önnu Lóu systir minni og Gulla, það var bara keyrt eins og leið lá vestur á Ísafjörð fallegasti bær í heimi sem kúrir í faðmi fjalla blárra.
Það hefur nú verið ansi mikið að gera síðan við komum heim, það var auðvitað farið strax daginn eftir inní Skötufjörð til að huga að bílnum og vita hvernig sumarbústaðurinn kæmi undan vetri, allt var í fínu lagi. Saga kom með til að hjálpa til. Það var auðvitað vitað að það þyrfti að taka bílinn í gegn og það hefur Dúddi verið að gera alla daga síðan. Við komum aftur í bæinn til að laga bremsur, svo fórum við inneftir á laugardaginn og komum heim aftur á þriðjudag. Nú er búið að gera húsið í stand fyrir sumarið og laga bílinn líka. Við verðum hér á Ísó fram yfir helgi til sýna okkur og sjá aðra og upplifa stemminguna á Ísafirði. Í dag er hér skemmtiferðaskip og bærinn er fullur af fólki.
Gott í bili eigið góða daga elskurnar það ætlum við að gera.