Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 15. október 2009
Komin heim í hús
Mikið er gott að vera komin heim í húsið sitt. Tala nú ekki um eftir að hafa setið eins og síld í tunnu í þessari flugvél, það er svo þröngt að varla er hægt að leysa vind, þó margir hafi gert það á leiðinni. Svakalegt hvað þeir troða í þessar vélar.
Allt gekk annars bara vel. Helga og Gummi tóku á móti okkur og keyrðu heim í hús og er þangað var komið var allt rafmangslaust það hafði slegið út rafmagninu í rigningunum í endaðan september.
Svooo, það var auðvitað hlaupið til og skoðaður ísskápurinn sem hafði verið í sambandi og viti menn hann kom næstum gangandi á móti okkur ojbara, ég opnaði frystihólfið og þá kom allt á móti mér og ég bara rak upp vein og skellti hurðinni aftur það var allt á iði og allt brúnt. Við opnuðum aðeins aftur og spautuðum eitri inní hann og létum hann ganga og frysta draslið aftur.
Það var svo byrjað aftur næsta dag eftir stífan undirbúning að moka út þessum viðbjóði en þetta eru eins og brún hrísgrjón, en þetta hafa verið svona milljón lirfur sem þarna bjuggu og það má segja að maður hafi framið fjöldamorð á flugum. Það er búið að taka okkur mikinn tíma að þrífa þetta. við erum enn að, höfum ekki losnað alveg við lyktina og enn koma flugur út úr honum þó það sé frost í honum.
Það er búið að þrífa hann uppúr öllum hugsanlegum sápuvötnum, klór, edik, og ýmsar sápur sem hér eru til. Ætla að fara eina umferð enn í dag og sjá svo til. þetta er bara svo flottur, stór og góður ísskápur að við ætlum að reyna allt til að fá hann aftur í gagnið. Við erum bara svo heppinn að við fengum annan ísskáp gefins í vetur sem er frammi í bakgarðinum sem við erum að nota núna. En ísskápurinn verður hér eftir tæmdur og tekinn úr sambandi, það er alveg á hreinu.
Annars erum við svona á milli þrifa á ísskáp búinn að fara í sundlaugarmat til Helgu og Gumma og var það ansi gott að breyta aðeins til, þau syntu í lauginni enda enn heit, því hér er óvanalega heitt á þessum árstíma 26-30 svona suma daga.
Við áttum góðan dag við laugina, en það var frídagur á Spáni. Við áttum lítið að borða því allt var lokað um helgina og líka á mánudeginum .
Svo fórum við að hitta Örn og Þuru í Almoradí á leiðinni að versla það var svo ánægjulegt að hitta þau aftur hér. Líka var gaman að sjá að matarverð hér hefur ekkert hækkað bara krónan okkar minnkað.
Svo í gær fórum við til Santa Pola að hitta Elínu og Jón, Dúddi var eitthvað að hjálpa Jóni að skipta um eitthvað í bílnum , ég kann nú engar skýringar á því. Á meðan fórum við Elín í göngutúr og spjölluðum saman í sólinni.
Á leiðinni heim komum við svo við hjá Össa og Redy í La Marina og þau eltu okkur hingað heim til að sjá hvar við værum staðsett en þetta er svona 20 mín akstur gegnum akra. Það var gaman að hitta þau ég hef ekki séð þau í mörg ár, en Össi er systursonur Dúdda sonur Dísu.
Eitt get ég sagt ykkur að það er mikill moskítóplága hér á því svæði,það eru allir stungnir, sérstaklega þeir sem eru nálægt vatni, Össi var eins og stunginn grís allur út í bitum og Dúddi er að verð eins. Við höfum lítið orðið vör við þetta hér í sveitinni enda ekkert vatn nálægt okkur. Dúddi fékk 4 bara þennan stutta tíma sem við stoppuðum hjá Össa því hann er með pott í graðinum með skítugu vatni og þar er allt morandi.
Svona til gaman fyrir þá sem til þekkja þá kostar ábótavínið bara 95 cent.
Dúddi fór í klippingu til Rafal,hjólaði þangað í morgun.
Ekki má gleyma Fermin bónda, hann kom með strax á sunnudeginum stóran kassa af kartöflum sem duga til jóla, 10 melónur gular og grænar, og 5 kíló af fallegum rauðlauk svaka góður. Og við vorum föðmuð og kysst á alla vanga og þau brostu eins og börnin þeirra væru að koma heim. Yndislegt fólk.
Eigið góða og fallega daga.
Allt gekk annars bara vel. Helga og Gummi tóku á móti okkur og keyrðu heim í hús og er þangað var komið var allt rafmangslaust það hafði slegið út rafmagninu í rigningunum í endaðan september.
Svooo, það var auðvitað hlaupið til og skoðaður ísskápurinn sem hafði verið í sambandi og viti menn hann kom næstum gangandi á móti okkur ojbara, ég opnaði frystihólfið og þá kom allt á móti mér og ég bara rak upp vein og skellti hurðinni aftur það var allt á iði og allt brúnt. Við opnuðum aðeins aftur og spautuðum eitri inní hann og létum hann ganga og frysta draslið aftur.
Það var svo byrjað aftur næsta dag eftir stífan undirbúning að moka út þessum viðbjóði en þetta eru eins og brún hrísgrjón, en þetta hafa verið svona milljón lirfur sem þarna bjuggu og það má segja að maður hafi framið fjöldamorð á flugum. Það er búið að taka okkur mikinn tíma að þrífa þetta. við erum enn að, höfum ekki losnað alveg við lyktina og enn koma flugur út úr honum þó það sé frost í honum.
Það er búið að þrífa hann uppúr öllum hugsanlegum sápuvötnum, klór, edik, og ýmsar sápur sem hér eru til. Ætla að fara eina umferð enn í dag og sjá svo til. þetta er bara svo flottur, stór og góður ísskápur að við ætlum að reyna allt til að fá hann aftur í gagnið. Við erum bara svo heppinn að við fengum annan ísskáp gefins í vetur sem er frammi í bakgarðinum sem við erum að nota núna. En ísskápurinn verður hér eftir tæmdur og tekinn úr sambandi, það er alveg á hreinu.
Annars erum við svona á milli þrifa á ísskáp búinn að fara í sundlaugarmat til Helgu og Gumma og var það ansi gott að breyta aðeins til, þau syntu í lauginni enda enn heit, því hér er óvanalega heitt á þessum árstíma 26-30 svona suma daga.
Við áttum góðan dag við laugina, en það var frídagur á Spáni. Við áttum lítið að borða því allt var lokað um helgina og líka á mánudeginum .
Svo fórum við að hitta Örn og Þuru í Almoradí á leiðinni að versla það var svo ánægjulegt að hitta þau aftur hér. Líka var gaman að sjá að matarverð hér hefur ekkert hækkað bara krónan okkar minnkað.
Svo í gær fórum við til Santa Pola að hitta Elínu og Jón, Dúddi var eitthvað að hjálpa Jóni að skipta um eitthvað í bílnum , ég kann nú engar skýringar á því. Á meðan fórum við Elín í göngutúr og spjölluðum saman í sólinni.
Á leiðinni heim komum við svo við hjá Össa og Redy í La Marina og þau eltu okkur hingað heim til að sjá hvar við værum staðsett en þetta er svona 20 mín akstur gegnum akra. Það var gaman að hitta þau ég hef ekki séð þau í mörg ár, en Össi er systursonur Dúdda sonur Dísu.
Eitt get ég sagt ykkur að það er mikill moskítóplága hér á því svæði,það eru allir stungnir, sérstaklega þeir sem eru nálægt vatni, Össi var eins og stunginn grís allur út í bitum og Dúddi er að verð eins. Við höfum lítið orðið vör við þetta hér í sveitinni enda ekkert vatn nálægt okkur. Dúddi fékk 4 bara þennan stutta tíma sem við stoppuðum hjá Össa því hann er með pott í graðinum með skítugu vatni og þar er allt morandi.
Svona til gaman fyrir þá sem til þekkja þá kostar ábótavínið bara 95 cent.
Dúddi fór í klippingu til Rafal,hjólaði þangað í morgun.
Ekki má gleyma Fermin bónda, hann kom með strax á sunnudeginum stóran kassa af kartöflum sem duga til jóla, 10 melónur gular og grænar, og 5 kíló af fallegum rauðlauk svaka góður. Og við vorum föðmuð og kysst á alla vanga og þau brostu eins og börnin þeirra væru að koma heim. Yndislegt fólk.
Eigið góða og fallega daga.