Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 12. júní 2009
Komin heim í sveitina
Þá erum við komin allaleið heim í heiðardalinn okkar. Eftir gott flug heim þar sem við hittum yngstu meðlimi fjölskyldunnar ásamt öllum hinum. Við gistum hjá Helenu og Harry og vorum svo boðin í mat hingað og þangað.
Það var farið með börnin í göngutúr niður í Fossvogsdal voða gaman að labba þar og Hector var að reyna að veiða síli, en illa gekk í það skiptið, einnig var afi duglegur að fara með þau á róló.
Við fórum og skoðuðum nýju íbúðina hjá Atla og Eddu í Kópavogi, og Bjarney Kata og Aron fóru svo með okkur í göngutúr þar til að sýna okkur hvar leikskólinn er og stóri skólinn sem Bjarney fer í þar næsta haust. Voða falleg og góða íbúð sem þau hafa keypt sér.
Þá var Dedda heimsótt og þar hittum við Dísu systir, sem var á leið til USA með tvö barnabörn Hermann Frey og Andreu í heimsókn til Auðuns Braga sonar síns. Þar verður hún í 2 vikur.
Einnig var kíkt við hjá Jóni og Ástu og að sjálfsögðu líka til Helgu og Lilla, allir hressi hér í kuldanum á þessum klaka.
Það er bara fjandi kalt hérna það var heitara í fyrra svei mér þá, eða er ég bara orðin von svo meiri hita, en þetta er nú að lagast.
Við komum svo keyrandi hingað vestur á fimmtudegi ásamt Deddu og Sverrir Úlf og vorum smá hér á Ísó og fórum svo á laugardegi í sumarbústaðinn gátum bara ekki beðið lengur að fara að koma honum í sumarskapið.
Enda erum við bara búin að vera dugleg þessa daga. Saga Líf kom með okkur inneftir og Hrefna, Ágúst og Sverrir komu svo seinna um daginn, með frægan ljósmyndara með sér sem heitir Stefan og er frá Sviss ansi skemmtilegur náungi sem tók mikið af myndum og einhverjar voða fínar af okkur Dúdda inni í húsi. Það verður nú gaman að sjá þær. Hann var fyrsti gesturinn í gestahúsinu í sumar.
Það var margt gert meðal annar lagt net og komu 3 litlir silungar í það, það voru nefnilega selir að flækjast þarna rétt við netið og þeir borða bara alla fiskana sem annars færu í netið, ekki skemmtilegir.
Svo var hekkið klippt eða sagað niður, ég sendi Dúdda uppá loft að smíða skáp á meðan því hann hefði aldrei getað klippt trén svona, þau eiga nefnilega að fá að vaxa greyin ekki klippa þau svona segir hann. Svo ég gerði þetta bara sjálf í áföngum svona eins og giktin leyfði. Voða fínt núna og allt að stækka aftur tala nú ekki um ef það hlýnar aðeins og sólin skín.
Verðum hér á Ísó fram yfir helgi en förum þá aftur í sveitina og svo suður á ættarmót.
Eigið góða daga
Það var farið með börnin í göngutúr niður í Fossvogsdal voða gaman að labba þar og Hector var að reyna að veiða síli, en illa gekk í það skiptið, einnig var afi duglegur að fara með þau á róló.
Við fórum og skoðuðum nýju íbúðina hjá Atla og Eddu í Kópavogi, og Bjarney Kata og Aron fóru svo með okkur í göngutúr þar til að sýna okkur hvar leikskólinn er og stóri skólinn sem Bjarney fer í þar næsta haust. Voða falleg og góða íbúð sem þau hafa keypt sér.
Þá var Dedda heimsótt og þar hittum við Dísu systir, sem var á leið til USA með tvö barnabörn Hermann Frey og Andreu í heimsókn til Auðuns Braga sonar síns. Þar verður hún í 2 vikur.
Einnig var kíkt við hjá Jóni og Ástu og að sjálfsögðu líka til Helgu og Lilla, allir hressi hér í kuldanum á þessum klaka.
Það er bara fjandi kalt hérna það var heitara í fyrra svei mér þá, eða er ég bara orðin von svo meiri hita, en þetta er nú að lagast.
Við komum svo keyrandi hingað vestur á fimmtudegi ásamt Deddu og Sverrir Úlf og vorum smá hér á Ísó og fórum svo á laugardegi í sumarbústaðinn gátum bara ekki beðið lengur að fara að koma honum í sumarskapið.
Enda erum við bara búin að vera dugleg þessa daga. Saga Líf kom með okkur inneftir og Hrefna, Ágúst og Sverrir komu svo seinna um daginn, með frægan ljósmyndara með sér sem heitir Stefan og er frá Sviss ansi skemmtilegur náungi sem tók mikið af myndum og einhverjar voða fínar af okkur Dúdda inni í húsi. Það verður nú gaman að sjá þær. Hann var fyrsti gesturinn í gestahúsinu í sumar.
Það var margt gert meðal annar lagt net og komu 3 litlir silungar í það, það voru nefnilega selir að flækjast þarna rétt við netið og þeir borða bara alla fiskana sem annars færu í netið, ekki skemmtilegir.
Svo var hekkið klippt eða sagað niður, ég sendi Dúdda uppá loft að smíða skáp á meðan því hann hefði aldrei getað klippt trén svona, þau eiga nefnilega að fá að vaxa greyin ekki klippa þau svona segir hann. Svo ég gerði þetta bara sjálf í áföngum svona eins og giktin leyfði. Voða fínt núna og allt að stækka aftur tala nú ekki um ef það hlýnar aðeins og sólin skín.
Verðum hér á Ísó fram yfir helgi en förum þá aftur í sveitina og svo suður á ættarmót.
Eigið góða daga