Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 30. september 2008
Komin til Mudamiento
Nú erum við komin heim til Mudamiento. Mikið var gott að koma í húsið og sjá alla hlutina sína aftur á sínum stað.
Síðustu vikuna heima á Íslandi var mikið að gera við að kveðja fólk, við vorum í maratboðum öll kvöld. Hittum börn og barnabörn og vorum að reyna að passa þau svolítið. Á föstudagskvöldið hittumst við öll í mat heima hjá Helenu og Harry og borðuðm lambahrygg, alveg æðislegar stundir með börnunum.
Flugum hingað á laugardag 27 sept. og gekk allt vel, Lilli kom að sækja okkur og Auðunn út á völl , en þeir eru á ráðstefnu í Madrid og Helga hér hjá okkur á meðan. Við kíkjum á markaðina og spjöllum og höfum það gott saman.
Annars var allt í góðu her í húsinu, nema það hafði rignt mikið síðustu daga og var patíóið eða plássið fyrir framan húsið ansi skítugt og komin þangað heimilisdýr, lítill kettlingur og engispretta, kettlingurinn er farin en engisprettan er hérna ennþá. Við vorum að smúla og þrífa í dag og setja nýjan dúk og gera fínt. Bíllinn er kominn út úr bílskúr í fínu standi nema hann var rafmagnslaus en því var fljótlega reddað af bilvélavirkjanum.
Nú er Dúddi búinn að gera við hjólið, skipta um dekk og bögglabera og annað er nú alsæll og hjólaði til Rafal til að láta klippa sig, kom svo fínn til baka rétt í þessu.
Það ringdi fyrsta daginn og var sólarlaust næsta dag, en nú skín sólin hitinn 25 stig.
Góðir dagar og fleiri í vændum.
Síðustu vikuna heima á Íslandi var mikið að gera við að kveðja fólk, við vorum í maratboðum öll kvöld. Hittum börn og barnabörn og vorum að reyna að passa þau svolítið. Á föstudagskvöldið hittumst við öll í mat heima hjá Helenu og Harry og borðuðm lambahrygg, alveg æðislegar stundir með börnunum.
Flugum hingað á laugardag 27 sept. og gekk allt vel, Lilli kom að sækja okkur og Auðunn út á völl , en þeir eru á ráðstefnu í Madrid og Helga hér hjá okkur á meðan. Við kíkjum á markaðina og spjöllum og höfum það gott saman.
Annars var allt í góðu her í húsinu, nema það hafði rignt mikið síðustu daga og var patíóið eða plássið fyrir framan húsið ansi skítugt og komin þangað heimilisdýr, lítill kettlingur og engispretta, kettlingurinn er farin en engisprettan er hérna ennþá. Við vorum að smúla og þrífa í dag og setja nýjan dúk og gera fínt. Bíllinn er kominn út úr bílskúr í fínu standi nema hann var rafmagnslaus en því var fljótlega reddað af bilvélavirkjanum.
Nú er Dúddi búinn að gera við hjólið, skipta um dekk og bögglabera og annað er nú alsæll og hjólaði til Rafal til að láta klippa sig, kom svo fínn til baka rétt í þessu.
Það ringdi fyrsta daginn og var sólarlaust næsta dag, en nú skín sólin hitinn 25 stig.
Góðir dagar og fleiri í vændum.