Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 5. október 2008
Komin vika
Mikið er tíminn fljótur að líða, komin vika síðan við komum hingað, enda hefur mikið verið að stússast til að koma öllu í gang. Við erum búinn að fara til Almoradí að versla og skoða hvort nokkuð hafi breyst þar, en þar er allt eins og var sem betur ver.
Á fimmtudagskvöldið fórum við til Rafal til að reyna að ná í einhvern pening en ekki gekk það nú of vel búið að loka á gjaldeyrir. Svo við fórum bara á hátíðahöld, Rafal fiesta, sáum þar leikþátt um tilkomu bæjarins hvernig arabar og spánverjar böðrust um yfirráð yfir bænum eða það held ég að sagan hafi verið um, það eru hátíðahöld alla helgina en við höfum ekkert farið. Við nefnilega gleymdum að taka græna kortið fyrir bílinn þegar við vorum heima, ekki gott.
Í gærkveldi komu Helga, Agnes og Hildur hingað og stoppuðu meðan strákrnir fóru út á flugvöll með Auðunn, þær voru að dunda sér hér í tölvunni á meðan.
Svo í morgun fórum við og löbbuðum stóra ávxtahringinn svona til að skoða uppskeru næsta vetur hvort appelsínurnar væru í lagi, þær voru bara orðnar ansi stórar en allar grænar og mikið af þeim, eins sítrónurnar.
Við byrjuðum reyndar göngutúrinn á því að tína rusl hérna á leiðinni til Mudamiento plastflöskur og dósir og hentum því í kassa sem eru fyrir þetta rusl.
Við sáum líka að það er byrjað að byggja fleiri hús það sem blokkirnar eru, svo allt er í rífandi gangi hérna. Eins er komin stór mublueitthvað hérna rétt hjá sem var í byggingu í fyrra.
Haninn er farin að gala þessi nýji sem er núna og svo eru tveir kalúnar í búrinu uppá þaki hjá nágrannanum.
Góður og yndislegur dagur .
Á fimmtudagskvöldið fórum við til Rafal til að reyna að ná í einhvern pening en ekki gekk það nú of vel búið að loka á gjaldeyrir. Svo við fórum bara á hátíðahöld, Rafal fiesta, sáum þar leikþátt um tilkomu bæjarins hvernig arabar og spánverjar böðrust um yfirráð yfir bænum eða það held ég að sagan hafi verið um, það eru hátíðahöld alla helgina en við höfum ekkert farið. Við nefnilega gleymdum að taka græna kortið fyrir bílinn þegar við vorum heima, ekki gott.
Í gærkveldi komu Helga, Agnes og Hildur hingað og stoppuðu meðan strákrnir fóru út á flugvöll með Auðunn, þær voru að dunda sér hér í tölvunni á meðan.
Svo í morgun fórum við og löbbuðum stóra ávxtahringinn svona til að skoða uppskeru næsta vetur hvort appelsínurnar væru í lagi, þær voru bara orðnar ansi stórar en allar grænar og mikið af þeim, eins sítrónurnar.
Við byrjuðum reyndar göngutúrinn á því að tína rusl hérna á leiðinni til Mudamiento plastflöskur og dósir og hentum því í kassa sem eru fyrir þetta rusl.
Við sáum líka að það er byrjað að byggja fleiri hús það sem blokkirnar eru, svo allt er í rífandi gangi hérna. Eins er komin stór mublueitthvað hérna rétt hjá sem var í byggingu í fyrra.
Haninn er farin að gala þessi nýji sem er núna og svo eru tveir kalúnar í búrinu uppá þaki hjá nágrannanum.
Góður og yndislegur dagur .