Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 1. desember 2010

Kryddið í lífinu

Dúddi að undirbúa tréð
Dúddi að undirbúa tréð
« 1 af 10 »
Ég las ansi fróðlega grein um kryddið Azafrán,eða saffran eins og það er kallað á íslensku, í norsku blaði nýlega og nú skilur maður voða vel af hverju þetta er svona dýrt krydd.
Smá úr greininni vonandi er þetta svona sæmilega rétt hjá mér.
Spánn var einu sinni stórútflytjandi af saffran en það er mikill vinna við þetta, 70% af saffran í heiminum var ræktað á sléttunum í La Mancha héraðs. En í dag kemur mest af saffrani frá Iran, en flestir segja nú að besta saffranið komi frá Spáni. Saffran er mikið notað á spáni og þá sérstaklega í Paella sem gefur henni þennan fallega gula lit.
Þetta er eitt af dýrustu kryddum í heimi. Í eitt kíló af saffran þarf minnst 70.000 krókusa eða um það bil 150-200 þús. þræði sem er tínt og hreinsað í höndum. En þetta krydd kemur úr litlum blómum sem heita krókusar en þeir eru aðeins öðruvísi en þeir sem við þekkjum á Íslandi. Þegar þú kaupir saffran skaltu alltaf kaupa þræði, ekki mulið gult. Gurkemeie eða saflor var oft og er notað til að plata fólk. Í Evrópu er saffaran notað í marga rétti, t.d. franskar fiskisúpur og ítalska réttinn Risotto og í t.d. Spænku paella. Í Iran nota þeir saffran mikið í allvega grjónarétti, svo er til saffran ís. En eins og segir í greininni ef þú kaupir malað saffran getur þú ekki verið viss um að gera góða kaup á þessu dýra kryddi. En saffran gerir mjög gott bragð af mat og eins verður hann svo fallegur á litinn.
Í síðustu viku fór Dúddi til Unnsteins að hjálpa honum að fella pálma sem bölv. bjöllurnar voru búinar að drepa, eins og svo marga pálma á þessu svæði, ég las í ensku blaði að það væru 1600 pálmar dauðir bara í kringum Elshe. Jæja nema að þetta gekk bara svo vel hjá þeim, Dúddi leigði keðjusög af stærri gerðinni til að vinna á þessu. Það er mikill  sjónarsviptir af þessum fallegu pálmum í görðum hjá fólki, eins hér á svæðinu, þessi fallegu tré eru bara flest að deyja eða viss tegund sem þessi bjalla vill bara. Vonandi hefur verið svo kalt nú undanfarna daga að hún drepist bara.
Það spurja mig margir hvort það sé vont veður, nei, en það er kalt og búið að vera rigning í tvo daga, ekki hvasst eða neitt svoleiðis eins og á mörgum stöðum á Spáni, það var rokhvasst á Canari og svo snjóar á norður Spáni, við erum á besta stað á Costa Blancaströndinni. Hér er yfirleitt besta veðrið á Spáni á veturna. Sólin skín núna og er hitinn komin í 15 gr. sem er bara fínt alveg hægt að sitja í sólinni og prjóna.
Helga Þurý kom í heimsókn á sunnudaginn með strákana sína og það var svo gaman að fá þau í heimsókn, þeir voru líka svo fínir í lopapeysunum sem ég prjónaði á þá sl. vetur, þær eru mikið notaðar núna þar sem þau eru flutt til Madrid og þar er kalt. Ég var líka búinn að prjóna eina peysu á hana en hún var alltof stór og líklega fær Jesú hana í jólagjöf svo stór var hún, ég prjóna bara aðra á hana seinna.
Já, má ekki gleyma að segja ykkur að ég fór til hárgreiðsludömunnar minnar í Rafal, hún er alveg yndisleg kona og dúllar svoleiðis við hárið manni. Það verður allt að vera á sínum stað. Nú lét ég klippa mig stutt. Svo hef ég verið hjá tansa og hann er búinn að gefa mér nýtt look, ég er komin með þessar fínu framtennur svo nú er maður bara eins og ný, eða þannig.
Til hamingju með 1. des.
Allir dagar eru góðir dagar, sérstaklega með bros á vör.