Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 28. nóvember 2008

Kuldakast

Lúðrasveitin á torginu
Lúðrasveitin á torginu
« 1 af 10 »
Æ , já það er kalt á Spáni núna þessa dagana. Það snjóar mikið á norður Spáni og líka á suðurlandi jafnvel í Alicante snjóaði aðeins í gær. En það hefur nú ekki enn komið neinn sjór hér sem betur fer. En það er ansi kalt svo við kyndum allt sem hægt er að kynda með, gasofn arinn og rafmagnsofna. Við erum bara duglega að fara út og hreyfa okkur svo blóðið renni betur um æðarnar og fáum þannig innri hita í okkur, alveg stórfínt.
Einn daginn fórum við góðan hjólhring og komum svo við á barnum á leiðinni heim, eitt rauðsvínsglas og það varð bara miklu léttara að hjóla, en þetta verður nú ekki að vana ónei.
Fórum á markaðinn í Almoradí á laugardaginn var . Þar var mikið um að vera eins og alltaf heilu lúðrasveitirnar, föndur fyrir börnin, rauði krossinn með söfnun og kynningu og konur að föndra svona með servettum. Við forum þarna í marga tíma að ráfa um og skoða og fá sér tesopa og svoleiðis. En veðrið var líka frábært.
Við höfum verið mikið á flakki þessa vikuna fórum á sunnudagsmarkaðinn að kaupa rennilás, fórum svo á ströndina í Gurdarmar og löbbuðum um og fengum okkur að borða alveg ofboðslega góðar hvítlauksrækjur hmmmmm. Það var margt fólk á ströndinni þennan dag enda veðrið alveg yndilegt þá, svo fór að kólna. Einnig fórum við til Torrevieja einn daginn að útrétta. Erum búin að kaupa jólagjafirnar og meira að segja koma þeim í póst.
Nú fer maður að baka smákökur fyrir jólin og skreyta aðeins hjá sér. Það er mikið byrjað að skreyta hér í bæjunum í kring, götuljósin að koma upp og eins á torgum. Hér er ekki mikið um að fólk skreyti húsin sín með ljósum eins og heima það eru þá helst englendingar eða íslendingar.
Við fórum svo til Elzce sem er stór bær hér nálægt með Auðunni og Fríði, og fórum þar í voða fínt moll þar sem verið var að skreyta og gera jólalegt voða gott moll.
Dúddi dundar núna við að skera út bak á stól sem hann er að smíða og ég kláraði lopapeysuna fyrir Bjarney og hún er komin á stað til hennar.
Voða góðir kaldir og rólegir dagar núna.