Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 19. nóvember 2008
Letilíf
Nú er búið að mála og gera fínt hér. Búið að koma gasofninum í lag sem tók nú sinn tíma, hann reif allt í sundur til að fá logann góðan en svo í dag smallt allt saman hjá mínum manni. Við vorum svo ánægð að við fórum út að hjóla að verki loknu fórum nýja leið í dag. Þar fann ég fullt af góðum glerbrotum, en svo kom riging og við rétt náðum heim. Það ringdi nú ekki lengi en nóg samt.
Í gær komu Auðunn Karls og Fríður í heimsókn og lánuðu Dúdda þessa líka fínu hjólsög til að saga stóru drumbana sem hann gaf honum á fimmtudaginn þegar við fórum við fórum í heimsókn. Hann lánaði okkur kerru til að flytja þá hingað heim einnig gáfu þau okkur skápa sem verða notaðir í bakgarðinum. Þetta eru svaka drumbar sem var tré í garðinum hjá þeim. En þetta er fínn eldiviður fyrir okkur í arininn. Svo nú verður okkur ekki kalt í vetur eins og í fyrra, allt annað líf.
Þau fengu að sjálfsögðu kaffisopa og brauðtertu með kaffinu.
Kerrunni var svo skilað á sunnudeginum um leið og við fórum í mat hjá Helgu Þirý.
Annars er nú ekki mikið um að vera hér við erum dugleg að fara í hjóltúra fórum til Rafal á mánudag til að leita að læknastöðinni og við fundum hana þegar við vorum búin að ganga um allan bæinn og leita, skildum bara hjólin eftir hjá bankanum á meðan. Hérna er alveg hægt að skilja hlutina eftir svona á daginn. Það er voða gaman að rölta um Rafal þetta er lítill bær með nokkrum búðum, bönkum og apóteki eins og allsstaðar jú þar er líka pósthúsið sem sér um póstinn sem við fáum þannig að Rafal er svona okkar næsti heimabær sem við fáum þjónustuna frá, torgið þar er líka fallegt og þar situr margt fólk á daginn meðan búðir eru opnar en ekki frá 2-5 þá er siesta.
Hjóltúrarnir ganga bara vel en ég er voða hrædd við bílana þegar þeir bruna framhjá mér þá byrjar allt að titra og skjálfa svo ég verð að taka á öllu sem ég á af kröftum í höndunum til að allt fari ekki til fjandans eða ég detti oní kanalinn eða á götuna. Þetta verður orðið gott fyrir jólin.
Ég er búin að setja inn þrjú albúm á síðuna undir myndir það er frá sumrinu góða á íslandi og Góustaðadagarnir í sumar, ef einhver hefur áhuga á að skoða. Það var verst að myndavélin mín varð batteríslaus á verlsunarmannahelginni þess vegna eru svona fáar myndir af henni.
Takk fyrir öll innlitin og Svenni takk fyrir uppskriftina hún verður notuð næst þegar við fáum Ál ef af verður. Og Dedda þetta verður nú prufað þegar ég verð búin að kaupa góðan rjóma. Við fengum nefnilega gefins 3 granadepli í gær.
Vonandi eigum við öll góða daga í vændum.
Í gær komu Auðunn Karls og Fríður í heimsókn og lánuðu Dúdda þessa líka fínu hjólsög til að saga stóru drumbana sem hann gaf honum á fimmtudaginn þegar við fórum við fórum í heimsókn. Hann lánaði okkur kerru til að flytja þá hingað heim einnig gáfu þau okkur skápa sem verða notaðir í bakgarðinum. Þetta eru svaka drumbar sem var tré í garðinum hjá þeim. En þetta er fínn eldiviður fyrir okkur í arininn. Svo nú verður okkur ekki kalt í vetur eins og í fyrra, allt annað líf.
Þau fengu að sjálfsögðu kaffisopa og brauðtertu með kaffinu.
Kerrunni var svo skilað á sunnudeginum um leið og við fórum í mat hjá Helgu Þirý.
Annars er nú ekki mikið um að vera hér við erum dugleg að fara í hjóltúra fórum til Rafal á mánudag til að leita að læknastöðinni og við fundum hana þegar við vorum búin að ganga um allan bæinn og leita, skildum bara hjólin eftir hjá bankanum á meðan. Hérna er alveg hægt að skilja hlutina eftir svona á daginn. Það er voða gaman að rölta um Rafal þetta er lítill bær með nokkrum búðum, bönkum og apóteki eins og allsstaðar jú þar er líka pósthúsið sem sér um póstinn sem við fáum þannig að Rafal er svona okkar næsti heimabær sem við fáum þjónustuna frá, torgið þar er líka fallegt og þar situr margt fólk á daginn meðan búðir eru opnar en ekki frá 2-5 þá er siesta.
Hjóltúrarnir ganga bara vel en ég er voða hrædd við bílana þegar þeir bruna framhjá mér þá byrjar allt að titra og skjálfa svo ég verð að taka á öllu sem ég á af kröftum í höndunum til að allt fari ekki til fjandans eða ég detti oní kanalinn eða á götuna. Þetta verður orðið gott fyrir jólin.
Ég er búin að setja inn þrjú albúm á síðuna undir myndir það er frá sumrinu góða á íslandi og Góustaðadagarnir í sumar, ef einhver hefur áhuga á að skoða. Það var verst að myndavélin mín varð batteríslaus á verlsunarmannahelginni þess vegna eru svona fáar myndir af henni.
Takk fyrir öll innlitin og Svenni takk fyrir uppskriftina hún verður notuð næst þegar við fáum Ál ef af verður. Og Dedda þetta verður nú prufað þegar ég verð búin að kaupa góðan rjóma. Við fengum nefnilega gefins 3 granadepli í gær.
Vonandi eigum við öll góða daga í vændum.