Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 24. maí 2009
Listamaðurinn
Þetta er nú svona hálfgert grobb að segja að maður sé listamaður, en ég ákvað það í fyrravetur að reyna að verða svona lítill listamaður. Fór að safna að mér flísabrotum sem urðu oft á vegi okkar Dúdda þegar við vorum í göngutúrum hér um sveitir.
Þetta liggur sumstaðar í hrúgum og við tíndum allt sem við sáum svo þetta er til hér í bunkum. Núna er maður orðin svo vandlátur og vill finna fallegri brot eða öðruvísi á litinn, en það er bara ekki til lengur hér þar sem við löbbum eða hjólum.
Ég ætla að setja hér inn myndir af borðinu sem ég var að dunda við að mósaika eða leggja á flísar.
Þetta borð fundum við í bæ hér rétt fyrir sunnan Orihuela eftir ábendingu frá Hörpu, þau voru nú tvö en við tókum skárra borðið fyrst, en fórum svo seinna til að sækja þetta sem ég er nú búin með. Hitt bíður eftir næsta vetri og er stærra.
Gaman væri að fá comment á hvað ykkur finnst um.
Við erum svo oft spurð hvað eru þið eiginlega að gera allan daginn, af því við erum ekki í vinnu, en það er bara nóg að gera við að halda heimili, því þetta er okkar heimili núna. Dúddi er búin að vera svo duglegur að hræra steypu til að laga veggina frammi þar sem nú er komin sturta, og vígði hann hana í gær þó það eigi nú eftir að flísaleggja allt, það verður gert næsta vetur.
Svo hef ég verið að prjóna, ég er búin með eina lopapeyru á Bjarney Kötu og svo eina á mig. Bara gott hjá mér með hálf lamaðar hendur eða slæmar fyrir handavinnu, svo núna er ég að hekla sjal.
Við höfum varla hreyft okkur neitt í burtu héðan í heila viku, fórum aðeins í hjóltúr til Rafal og svo í stóru búðina sem er svona Húsasmiðja allt til. Svo í gær var ég aeins að beyja mig eftir blaði þegar bakið klikkaði eða mjöðmin, en við drulluðum okkur á markaðinn svona til að gera smá innkaup. Svo fór ég uppá þak makaði mig í olíu og lét sólina skína á mig, það lagaðist aðeins, en svo gerði alltí einu svaka dembu og með þrumum og eldingum svo við hlupum inn aftur.
Svo eldaði ég kanínu fyrir okkur í kvöldmat, var bara ansi góð með miklum hvítlauk.
Ekki er nú mjöðmin orðin góð svo það verður bara haft hægt um sig á meðan þetta lagast.
Bara svona láta ykkur vita að Fermín er enn að færa okkur eitthvað, í gær kom hann með fulla fötu af nýuppteknum kartöflum og var það ekkert smælki eins og heima neienei stórar bökunarkartöflur svaka góðar sem við borðuðum með kanínunni.
Annars bara góðir dagar og styttist í heimferð.
Þetta liggur sumstaðar í hrúgum og við tíndum allt sem við sáum svo þetta er til hér í bunkum. Núna er maður orðin svo vandlátur og vill finna fallegri brot eða öðruvísi á litinn, en það er bara ekki til lengur hér þar sem við löbbum eða hjólum.
Ég ætla að setja hér inn myndir af borðinu sem ég var að dunda við að mósaika eða leggja á flísar.
Þetta borð fundum við í bæ hér rétt fyrir sunnan Orihuela eftir ábendingu frá Hörpu, þau voru nú tvö en við tókum skárra borðið fyrst, en fórum svo seinna til að sækja þetta sem ég er nú búin með. Hitt bíður eftir næsta vetri og er stærra.
Gaman væri að fá comment á hvað ykkur finnst um.
Við erum svo oft spurð hvað eru þið eiginlega að gera allan daginn, af því við erum ekki í vinnu, en það er bara nóg að gera við að halda heimili, því þetta er okkar heimili núna. Dúddi er búin að vera svo duglegur að hræra steypu til að laga veggina frammi þar sem nú er komin sturta, og vígði hann hana í gær þó það eigi nú eftir að flísaleggja allt, það verður gert næsta vetur.
Svo hef ég verið að prjóna, ég er búin með eina lopapeyru á Bjarney Kötu og svo eina á mig. Bara gott hjá mér með hálf lamaðar hendur eða slæmar fyrir handavinnu, svo núna er ég að hekla sjal.
Við höfum varla hreyft okkur neitt í burtu héðan í heila viku, fórum aðeins í hjóltúr til Rafal og svo í stóru búðina sem er svona Húsasmiðja allt til. Svo í gær var ég aeins að beyja mig eftir blaði þegar bakið klikkaði eða mjöðmin, en við drulluðum okkur á markaðinn svona til að gera smá innkaup. Svo fór ég uppá þak makaði mig í olíu og lét sólina skína á mig, það lagaðist aðeins, en svo gerði alltí einu svaka dembu og með þrumum og eldingum svo við hlupum inn aftur.
Svo eldaði ég kanínu fyrir okkur í kvöldmat, var bara ansi góð með miklum hvítlauk.
Ekki er nú mjöðmin orðin góð svo það verður bara haft hægt um sig á meðan þetta lagast.
Bara svona láta ykkur vita að Fermín er enn að færa okkur eitthvað, í gær kom hann með fulla fötu af nýuppteknum kartöflum og var það ekkert smælki eins og heima neienei stórar bökunarkartöflur svaka góðar sem við borðuðum með kanínunni.
Annars bara góðir dagar og styttist í heimferð.