Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 6. maí 2010

Listaverkið Ormurinn

Svona leit veggurinn út
Svona leit veggurinn út
« 1 af 10 »
Nú ætla ég að sýna ykkur hvað ég hef verið að dunda við í vetur. Listaverkið.
 Einn veggurinn hjá okkur var svo ansi ljótur með allavega skurðum og holum, það þurfti að mála og jafnvel spasla. Svo sat ég einn daginn og var að horfa á hann þá sá ég að í þessum ljóta parti var stór ormur. Ég fékk mér blýant og teiknaði þetta laust á vegginn og þá var þetta nú næstum hvalur, ég mjókkaði hann aðeins og lagaði til. Mér finnst nú stundum að þetta sé svona blanda af ormi og fiski. En þar sem hann er digrastur er skýringin sú að hann hafi borðað eitthvað stórt. Þetta er gert úr flísabrotum sem ég hef verið að týna hér í kring en þetta hef ég aldrei gert áður, jú ég gerði lítið borð í fyrra en  kann ósköp lítið að gera mósaik, en ég kann að púsla og það hefur mér alltaf þótt gaman, þetta er svona svipað nema að þú ert að búa til púslið. Þetta lítur bara vel út á veggnum og nú koma fleiri listaverki í kjölfarið því ég er kominn með hauga af flísum í húsbónaherbergið.
Sl. sunnudag fórum við í heimsókn til Santa Pola til Elínar Þóru og Jóns og vorum við þar allan daginn fram á kvöld. Röltum niður á höfn til að skoða bátana og fengum okkur auðvitað hressinu á hafnarkránni, yndislegt veður og gaman að fylgjast með fólkinu á röltinu. Svo á mánudaginn vorum við að passa litlu prinsana hennar Helgu Þurý og líka á þriðjudag og miðvikudag, þetta var nú bara í nokkra tíma á dag, voða gaman að vera með þeim og þeir eru svo góðir hjá okkur. Við heimsóttum einnig Unnstein og Rut sem er nú alltaf svo gott að koma til og fá tesopa, þau létu okkur hafa fullt af blöðum svo nú höfum við nóg að lesa með morgunkaffinu. Í gær fórum við fyrst að passa svo að hlusta á Kristinn R. Ólafsson halda fyrirlestur um menningar og listasögu Spánar, þetta var voða gaman, hann er nú svo skemmtilegur. Þarna þuldi hann upp kónga, drottingar, listamenn og einræðisherra í 3 tíma blaðlaust og sýndi okkur myndir með, mjög fróðlegt og skemmtilegt. Svo þið sjáið að hér er alltaf nóg að gera ekki hægt að leiðast. Dúddi á svo afmæli á mánudaginn og við erum búinn að bjóða nokkrum vinum, í smá veislu á sunnudaginn og afhjúpa listaverkið í leiðinni eða þannig.
Eigið góða daga