Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 20. maí 2011

Lítið að segja

Flottar kartöflur!!!
Flottar kartöflur!!!
« 1 af 6 »
Nú fer að stittast í heimferð og það er komið svona eirðarleysi í mann, þið vitið maður heldur að maður eigi eftir að gera svo margt og hafi svo mikið að gera að maður má ekki vera að neinu. Þannig er ég núna, nenni ekki að sitja í sólinni af því ég á svo margt eftir að gera, áður en ég fer heim í 3 mánuði eða 4. En svo er bara ekkert að gera. Pakka nokkrum druslum niður í tösku, úða með skordýraeitri svo ekki fyllist allt af flugum og maurum, loka gluggum og hlerum, skrúfa fyrir vatn og gas og fara svo út á völl og passa sig að missa ekki af vélinni til fyrirheitna landsins, þar sem er víst skítakuldi núna og hér er ég að drepast úr hita. Þetta er ótrúlegt að ekki skuli vera hægt að jafna þessu aðeins allaveg á meðan ég er heima heheheh.
Nú er maður búinn að fara í klippingu og láta snoða sig, hún er svo elskuleg hún Carmen hárgreiðslukona hvað hún getur dundað við hárið á manni hún grandskoðar hverja lufsu og athugar hvort þetta sé nú jafnt alltsaman og ekki er hún að flýta sér. Það tekur alveg 1 1/2 klukkutíma að fara í klippingu bara í klippingu. Nú erum við aðeins að spjalla bara voða lítið en nú skil ég þó hvað hún er að segja við mig. Hvort ég vilji blástur eða froðu. Hún er líka voða hrifin af þessu norræna gráa hári og finnst það svo normal, af því ég lita það ekki eins og flestar spænskar konur gera. Dúddi fór líka að láta snoða sig í leiðinni.
Dúddi var svo að hjálpa Fermín að gera við sprungna slöngu í hjólinu hans. Og það er ákveðið eins og fyrri ár að bíllinn fer inní bílskúr hjá honum, það þarf bara aðeins að taka til segir hann. Það er allt fullt af kartöflum hjá honum núna, hann var að taka upp í morgun, hann gaf okkur nokkrar stórar það dugar ein í matinn fyrir okkur. Þessi elska honum finnst svo gaman að segja Dúdda frá þegar hann fer að veiða, hann fékk nefnilega einn stóran ál alveg um 1 kíló núna eitt kvöldið, hann brosti hringinn þegar hann var að segja okkur þetta.
Við fórum eins og Íslendinga er siður í Evrovision partý og var það voða gaman og fjörugt kvöld.
Dúddi gaf mér myndavél í afmælisgjöf þó afmælið sé nú ekki fyrr en í júlí hún er voða góð svipuð og ég átti svo það er ekki mikið að læra og hún er BLEIK.
Hlakka til að sjá ykkur öll og eigið góða daga í kuldanum.