Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 26. nóvember 2009

Litlar fréttir

Við í hjóltúr í gær næstum komið sólarlag
Við í hjóltúr í gær næstum komið sólarlag
« 1 af 5 »
Hér gengur lífið sinn vanagang, lítið farið og mikið gert hér heima við. Eins og oft hefur verið sagt frá þá er Dúddi enn að útbúa baðið, þetta er hans áhugamál í dag. Hann mætir kl. 10. á hverjum morgni og segist bara vinna hálfan daginn, en hann er nú stundum lengur en það. Tímakaupið er ekki hátt hjá mínum kalli. En hann hefur svo gaman af því að vera núna að flísaleggja veggina, enda fengum við flísar á hlægilegu verði miðað við heima. Fermeterinn kostaði 3 evrur og við þurftum 12 svo þið sjáið að þetta er nú ekki mikill peniningur. Þetta verður svaka fínt hjá honum hann fær að velja þetta allt meira að segja hengið fyrir og hvaða litasamsetning á að vera á þessu.
Nú er ég að reyna að klára fína borðið sem ég gerði í vor en ég átti eftir að setja fúuna á það þetta er nú ekki alveg nógu gott enda ekki von hjá óreyndri manneskju í mósaíkgerð. Við eigum nú von á gestum og er Dedda búin að læra þetta aðeins svo hún kennir mér vonandi eða miðlar af sinni reynslu.
Já, við eigum sem sagt von á gestum 3. des. og er okkur farið að hlakka mikið til, Rebekka, mamma Dúdda, Dísa og Dedda systur hans eru að koma og ætla að vera í viku. Ég hef varla þorað að minnast á þetta því mér finnst þetta svo ótrúlegt að hún sérstaklega Bekka mín sé að koma 89 ára. Við erum svo spennt að fá þær allar við pökkum þeim bara vel inn á nóttunni svo þeim verði ekki kalt.
Nú er nefnilega farið að kólna á nóttunni, dagarnir eru fínir hitinn fer svona um 20 gr. en það ávíst að fara að kólna eitthvað og hér eru bændur farnir að þrá rigningu því það er allt að skrælna hérna í kring og akrarnir eru ansi þurrir svo það fer mikið vatn í að vökva.
Við fórum í fyrradag til La Marina til að heimsækja Auðunn og Fríður og var okkur tekið þar eins og vanalega með kostum.
Dúddi fékk lánaðan flísaskerara og ég fékk uppskrift af rúgbrauði sem ég ætla að prófa að baka. Svo þarf ég að fara að kaupa mér rauðrófur og sjóða niður það lærði ég af Fríður og þær eru alveg svakalega góðar, hættulega maður getur borðað svo mikið af þeim.
Eigið góða daga á aðventunni.