Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 1. mars 2009
Litlar fréttir, góðar fréttir
Ætla að láta detta inn svona smáblogg, er eitthvað svo löt og nenni varla að hugsa, lífið er svo gott hér.
Um síðustu helgi voru Helga og Gummi í heimsókn hjá okkur smá útilega voða gaman hjá okkur.
Á sunnudeginum eftir morgunverð var farið í bíltúr til Callosa og gengið upp til kirkjunnar og litlu kapellunnar sem er efst í gilinu en á þessa staði förum við með næstum alla sem koma hingað til gistingar. Það er svo gaman að ganga um gamla bæinn með sínum þröngu götum, vinsamlegu fólki og menn að labba úti með hanann sinn, sem verður nú líklega páskamaturinn.
Þarna vorum við að ganga upp mesta hallann upp í gilið og þar sjáum við mann í stiga og konan heldur við, þetta er svo ansi bratt þarna. Við förum nú að dást að því sem hann er að gera, hann var að mála með pínulitlum pensli örfínar línur á myndverk yfir hliðinu hjá sér(sjá mynd). Hann kom svo niður úr stiganum og spurði okkur hvort við værum þjóðverjar neinei, íslendingar,hann verður þá voða hissa. Býður hann okkur þá að fylgja sér og fer inn í húsið , gegnum það og út í bakgarðinn, þá var hann búinn að mála samskonar listaverk þar ótrúleg vinna og eljusemi en þetta var líka fallegt allt með gulli og bláum og gulum litum. Þarna í bakgarðinum var stór sundlaug og húsið svaka flott inni.
Svo var farið að ræða við hann hann var spánverji, og við hvað vinnur hann, þá kom babb í bátinn við skildum ekkert hvað hann sagði, þó við værum með góðan túlk. Red sagði hann, textíl og svo var hann eins og hann væri að sauma, við skildum ekkert héldum kannski að hann væri teppagerðarmaður, þá fór vinurinn inn til sín náði í svaka stóra bók og sýndi okkur hvað hann er að vinna við getið, hann er netagerðarmaður, og er að búa til veiðarfæri og tekur við úr verksmiðjunni netum og saumar, og hnýtir. Eitthvað kannaðist ég við dót þetta á myndunum alveg eins og í gamla daga fast innpakkað þegar það kom á verkstæðið.
Ég sagði honum jú að pabbi minn hefði verið netagerðarmaður. Svo bauð hann okkur uppá bjór eða vatn en við vildum nú ekki vera að trufla þau hjónin lengur, mikið var þetta skemmtileg uppákoma en svona geta og eru spánverjar elskulegir og vilja garnan sýna okkur hvað þeir eiga, bara að koma rétt fram og fallega við þá, það er nefnilega stutt í brosið og elskulegheitin.
Síðasti spænkutíminn var á mikvikudaginn og við fórum að borða matinn sem ég vann á fyrstu skóladögunum alveg ágætur.
Um kvöldið fórum við svo út á flugvöll að sækja Þuru og Örn og gekk það allt vel. Við fórum svo saman á hitting í La Marina á föstudag og enduðum í kaffi hjá Kristúnu og Högna. Í gær fórum við á markaðinn í Almoradí og núna eru þau á leiðinni hingað til okkar labbandi, en eitthvað villtust þau af leið þvi við sóttum þau að sjúkrahúsinu í Orihuela góðan spotta í burtu.
Fengum okkar að borða saman hérna og svo keyrðum við þau heim aftur.
Í gærkveldi horfðum við á einn úrslitaþáttinn í eurovison, ég held hún heiti Soraya eða eitthvað svoleiðis sem keppir fyrir Spán í vor.
Núna er sólskin og hellirigning, ég sit og skrifa drekk Yasmin te og borða dökkar súkkulaðirúsínur frá Góa nammmmmm, og fylgist líka með Svenna bróður sem er að taka þátt í Vasagöngunni og gengur bara vel það sem af er komið.
Áfram Svenni!!
Góður dagur.
Var að lesa að Svenni kláraði Vasagönguna bráðum fullorðinn maðurinn. Til hamingju bróðir.
Um síðustu helgi voru Helga og Gummi í heimsókn hjá okkur smá útilega voða gaman hjá okkur.
Á sunnudeginum eftir morgunverð var farið í bíltúr til Callosa og gengið upp til kirkjunnar og litlu kapellunnar sem er efst í gilinu en á þessa staði förum við með næstum alla sem koma hingað til gistingar. Það er svo gaman að ganga um gamla bæinn með sínum þröngu götum, vinsamlegu fólki og menn að labba úti með hanann sinn, sem verður nú líklega páskamaturinn.
Þarna vorum við að ganga upp mesta hallann upp í gilið og þar sjáum við mann í stiga og konan heldur við, þetta er svo ansi bratt þarna. Við förum nú að dást að því sem hann er að gera, hann var að mála með pínulitlum pensli örfínar línur á myndverk yfir hliðinu hjá sér(sjá mynd). Hann kom svo niður úr stiganum og spurði okkur hvort við værum þjóðverjar neinei, íslendingar,hann verður þá voða hissa. Býður hann okkur þá að fylgja sér og fer inn í húsið , gegnum það og út í bakgarðinn, þá var hann búinn að mála samskonar listaverk þar ótrúleg vinna og eljusemi en þetta var líka fallegt allt með gulli og bláum og gulum litum. Þarna í bakgarðinum var stór sundlaug og húsið svaka flott inni.
Svo var farið að ræða við hann hann var spánverji, og við hvað vinnur hann, þá kom babb í bátinn við skildum ekkert hvað hann sagði, þó við værum með góðan túlk. Red sagði hann, textíl og svo var hann eins og hann væri að sauma, við skildum ekkert héldum kannski að hann væri teppagerðarmaður, þá fór vinurinn inn til sín náði í svaka stóra bók og sýndi okkur hvað hann er að vinna við getið, hann er netagerðarmaður, og er að búa til veiðarfæri og tekur við úr verksmiðjunni netum og saumar, og hnýtir. Eitthvað kannaðist ég við dót þetta á myndunum alveg eins og í gamla daga fast innpakkað þegar það kom á verkstæðið.
Ég sagði honum jú að pabbi minn hefði verið netagerðarmaður. Svo bauð hann okkur uppá bjór eða vatn en við vildum nú ekki vera að trufla þau hjónin lengur, mikið var þetta skemmtileg uppákoma en svona geta og eru spánverjar elskulegir og vilja garnan sýna okkur hvað þeir eiga, bara að koma rétt fram og fallega við þá, það er nefnilega stutt í brosið og elskulegheitin.
Síðasti spænkutíminn var á mikvikudaginn og við fórum að borða matinn sem ég vann á fyrstu skóladögunum alveg ágætur.
Um kvöldið fórum við svo út á flugvöll að sækja Þuru og Örn og gekk það allt vel. Við fórum svo saman á hitting í La Marina á föstudag og enduðum í kaffi hjá Kristúnu og Högna. Í gær fórum við á markaðinn í Almoradí og núna eru þau á leiðinni hingað til okkar labbandi, en eitthvað villtust þau af leið þvi við sóttum þau að sjúkrahúsinu í Orihuela góðan spotta í burtu.
Fengum okkar að borða saman hérna og svo keyrðum við þau heim aftur.
Í gærkveldi horfðum við á einn úrslitaþáttinn í eurovison, ég held hún heiti Soraya eða eitthvað svoleiðis sem keppir fyrir Spán í vor.
Núna er sólskin og hellirigning, ég sit og skrifa drekk Yasmin te og borða dökkar súkkulaðirúsínur frá Góa nammmmmm, og fylgist líka með Svenna bróður sem er að taka þátt í Vasagöngunni og gengur bara vel það sem af er komið.
Áfram Svenni!!
Góður dagur.
Var að lesa að Svenni kláraði Vasagönguna bráðum fullorðinn maðurinn. Til hamingju bróðir.