Ţórdís Guđmundsdóttir | miđvikudagurinn 19. júní 2013

Löngu komin heim

17. júní á Skarđseyri
17. júní á Skarđseyri
« 1 af 10 »
Það hefur bara verið svo mikið að gera að það hefur enginn tími verið til að blogga eitthvað af viti.
Nú erum við búinn að hitta öll börn og barnabörn, fórum að sjá Mary Poppins með barnabörnum og tengdadætrum og var það alveg stórkostlegt og alveg frábær sýning og allir skemmtu sér vel. 
Nú erum við komin inní djúp í sumarbústaðinn og eru Aron Viðar og Saga Líf þar með okkur og von er á Bjarney Kötu um helgina. Veðrið hefur verið alveg frábært sól og hlýtt og logn, stundum smá hraði á því en allt í góðu. Förum aftur þangað seinnipartinn í dag, lítið stoppað í bænum enda börnin spennt að komast aftur í sveitina. 
Verðum þar í sumar og ef þið eigið leið hjá endilega komið í kaffi.
Enginn tími til að skrifa meira í dag.
Eigið góða sumardaga og farið varlega í umferðinni.