Ţórdís Guđmundsdóttir | miđvikudagurinn 12. nóvember 2008

Mála, mála og mála

Málarinn
Málarinn
« 1 af 8 »
Nú er bara dugnaður í fólkinu, við erum að mála á fullu hérna inni hjá okkur hurðir og glugga, sem voru svona skítabrúnir á litinn er nú orðið hvítt. Þetta er bara allt annað herbergi, og Dúddi búinn að setja upp forláta gasofn líka til að fá yl á köldum kvöldum. Ef hann virkar!!!
Nú á bara eftir að finna gardínur fyrir gluggann. En það er bara svo skrítið að þegar úrvalið er svona mikið þá er svo erfitt að velja. Allof margar gardínubúðir með svo flottum gardínum að það mundi sæma hverri konungshöll, en ég er nú ekki að leita að svoleiðis takk. Það var nú bara betra heima á Ísafirði þegar við höfðum bara eina búð með gardínum þá var nú ekki erfitt að velja. Maður er ennþá svo vanur slíku og vill helst hafa það þannig.
Það var nefnilega skondið í fyrra fyrir jólin þá vantaði mig tölur á barnapeysu sem ég var að prjóna, og fór inní búð með fullt af efnum svona búð eins og Baðstofan eða Kaupfélaið var, að ég hélt, og spurði karlinn hvort hann ætti til tölur, þvílíkur hneykslunarsvipur sem kom á hann, nei hann seldi bara gardínuefni fyrir hallir.
 Svo við fundum aðra búð þar voru undirfötin fremst í búðinni, en tölur, tvinni og ýmis handavinna afstast, en úrvalið af tölunum úff maður.
Á milli umferða förum við svo í hjóla og göngutúra um nágrennið, það gengur bara vel að hjóla núna, og er skemmtilegra en ég hélt. Fórum næstum alla leið til Callosa um daginn þá var ég ansi þreytt í fótunum þegar við komum heim. Í gær fórum við svo (fyrir þá sem hafa komið) Þangað sem eldiviðurinn er seldur og framhjá Bar Jesulín, þar sem við fórum út að borða með Jón og Ástu og vorum bara fjögur í salum.
Á laugardaginn fórum við á haustfagnað með Íslendingum hér á svæðinu, það var haldið á hóteli í Los Montesinos, tveggja rétta máltíð og dans á eftir. Það var mjög gaman að hitta allt þetta fólk og spjalla við og heyra um efnahagsvandann á hreinni íslensku ekki bara í gegnum moggan á netinu. Það var mikið rætt eins og gefur að skilja og þar var talað um að evran færi í svimandi upphæð maður alveg krossaði sig og fékk sér bara annan rauðvíssopa til að slá á létta strengi.
Á mánudaginn fórum við svo í bæinn og keyptum jólagafirnar fyrir barnabörnin , fórum svo að hitta Unnstein og Rut og þau buðu okkur í fisk að heiman alveg yndislegt að fá svona góðan fisk og grænmeti með. Takk fyrir okkur kæru hjón.
Einn moguninn komu hinir nágrannar okkar ungir krakkar og færðu okkur kartöflumús með hvítlauk mjög sterk ábyggilega með eggjum líka, og seinna um daginn komu þau svo með poka fullan af appelsínum og mandarínum og í dag þegar Dúddi fór með diskinn fengum við meira af músinni og fullt af sítrónum líka. þetta er alveg ótrúlegt að fólkið hér í kring  skuli alltaf vera að færa manni eitthvað, við sem gerum aldrei neitt fyrir þau .Reyndar fengu þau einn Opal pakka sem ég fann niður í skúffu í staðinn!!!!!
Við lítum líklega svona fátæklega út eða þau hafa heyrt að íslensku kreppunni!!!!!
Nú er maður komin með málverk og tölvuverk ekki hausverk, en mikið eru þetta góðir dagar.